Reykjavík taki þátt í Earth Hour

Reykjavík taki þátt í Earth Hour

Reykjavík taki þátt í Earth Hour

Points

Á hverju ári taka lönd út um allan heim þátt í hinni svokölluðu Earth Hour. Þá slökkva borgirnar öll óþarfa ljós í borginni í klukkutíma. Fyrirtæki myndu slökkva á auglýsingaskiltum og flóðljósum. Borgin gæti hvatt íbúa sína til að slökkva öll ljós og hafa kósí kvöld inni með kerti og spil, eða fara út í náttúruna og njóta þess að horfa á stjörnurnar þar sem öll götulýsing væri slökkt. Ljósmyndarar myndu fá ný og óþekkt tækifæri til myndatöku og rafmagnsreikningurinn myndi lækka í þokkabót :)

Við erum með. Þetta varð að veruleika! http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-757/521_read-30855

Það er bara virkilega lélegt að vera ekki með

Og hvað hefurðu á móti þessu, Brynjólfur?

Og hvað hefurðu á móti þessu, Eiríkur?

Og hvað hefurðu á móti þessu, Gestur?

Ok, þá erum við vinir. Þetta var frumbyrjun og svo sannarlega rétt hjá þér að næst byrjum við í febrúar að undirbúa og senda á fyrirtæki og stofnanir og sveitarfélög. Höfum samband og sjáum hvað sjálfboðaliðakrafturinn getur áorkað. kv. gh

Góðan daginn. Earth hour í Reykjavík er í kvöld!

Mjög góðar hugsmyndir. Við sendum póst á fjölmörg fyrirtæki í miðborginni og margir eru með t.d. Reykjavik Natura Hotel (Hótel Loftleiðir) http://icelandairhotels.com/news/earth-hour-march-31-2012-reykjavik-natura Njótum þess sem verður núna og búum svo til hóp til að undirbúa þetta af krafti 2013 svo þetta verði árlegur viðburður. Ekki lasta þessa byrjun. kv. gh

Já Gunnar, ég var einmitt að dásama það í gær. Það er þó frekar illa staðið að þessu þetta árið, og alls ekki nægilega vel auglýst og kynnt. Hvorki fyrirtæki né borgarbúar hafa í raun hugmynd um þetta, þökk sé ónægri kynningu. En vonandi verður það betra næsta ár bara :D Ég verð allavega úti í myrkrinu í kvöld!

Þú hefur greinilega ekki fylgst með í gær og í dag, þetta er í öllum fjölmiðlum og hamrað á þessu og auglýst í dag. Sjá: http://visir.is/ljosin-slokkt-i-reykjavik-vegna-jardarstundarinnar/article/2012120339870 http://mbl.is/frettir/innlent/2012/03/31/jardarstund_i_reykjavik/ http://ruv.is/frett/allt-slokkt-i-reykjavik En þetta er bara byrjunin, 2013 verður það vonandi allt höfuðborgarsvæðið, Akueyri og Selfoss! Hittumst í myrkrinu!

Hah, þannig að þú ert semsagt einn af þeim sem ert á bak við þetta. Þá þakka ég þér bara persónulega kærlega fyrir góðan og þarfan hlut :) Byrjunin er góð, og alltaf verður að byrja einhversstaðar. Það gleður mig bara að vita að þetta muni halda áfram, og skal því sleppa því að lasta framtakið frekar :Þ Verst er þó að móðir náttúra hefur ekki áhuga á að láta skoða sig í dag, og hefur ákveðið að fela sig í þoku- og skýjahulu, fyrir utan það að það er enn leiðinlega bjart. Það verður því erfiðara að sjá áhrifin en ella.... en maður verður að leyfa þessari elsku að vera með svona leiðindi annað slagið :) Það er allavega hlýtt og gott úti, sem er yndislegt.

Jájá, það er vissulega rétt, en þetta kom í raun fyrst fram í fréttum í gær, og á fésinu í gærkvöldi vissi enginn af þessu ennþá. Það þarf að gefa fyrirtækjum lengri frest til að græja sig fyrir svona. Í sumum tilvikum þarf að hringja í rafvirkja til að vita hvar á að slökkva :D Þetta er nefnilega fullkomið tækifæri til þess að gera flottan svona 'Event' úr þessu. Orkusölur landsins mæla straumnotkun fyrir og á meðan og á eftir, og svo daginn eftir kemur í fréttunum að þjóðin hafi sparað haug af milljónum í rafmagnsreikning. Græna liðið notar tækifærið og talar upp og niður um áhrif mannsins á náttúruna og vekur fólk til vitundar um að heimurinn er stærri en 101 RVK. Fyrirtæki fá flott PR fyrir að taka þátt í þessu, því sjónvarpsmyndavélar taka myndir af auglýsingaskiltunum þegar það slokknar á þeim, og svo aftur þegar kviknar á þeim. Fólk fer út og upplifir myrkrið í allri sinni dýrð, og stjörnubjartur og tunglskýr himinn gleður hjörtu og augu (vonandi! ;) Þetta er ekkert nema geggjað! En þá þarf líka að vera einhver á bak við þetta sem skilur þetta og er tilbúinn til að gera eitthvað meira úr þessu en einhvern pínulítinn Facebook event með korters fyrirvara. En já... ég hlakka til að upplifa þetta 2013 (og um ókomna tíð?), og það verður gaman að sjá þetta betur auglýst þá! :)

http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-4432/7573_read-30882

Reykjavíkurborg tekur nú þátt í Earth hour í fyrsta sinn. Borgin slekkur ljósin í miðborginni og hvetur alla til að njóta myrkurs við kertaljós!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information