Grænn hjólastígur frá Reykjavík til Keflavíkur.

Grænn hjólastígur frá Reykjavík til Keflavíkur.

Grænn hjólastígur frá Reykjavík til Keflavíkur.

Points

Hvað hefur þessi tillaga með Reykjavík að gera?

Umferðarhraði og umferðarþungi er mjög mikill eftir Reykjanesbraut og það finnast líklega ekki umferðarþyngri vegir utan þéttbýlis á Íslandi. Öryggi hjólreiðafólks er því bágborið og þá sérstaklega vegna stóra ökutækja s.s. rúta og flutningabíla. Þetta er sérstaklega slæmt í vondu veðri þar sem ökutæki geta ausið vatni yfir hjólreiðamenn. Við breikkun Reykjanesbrautar var stefnt að því að banna umferð hjólandi eftir brautinni sem getur til kynna að ráðlegt sé að beina hjólreiðafólki aðra leið

Vandamálið virðist vera að fá bæjarfélögin og vegagerðina til að vinna saman. Sem dæmi er Hafnarfjörður búinn að vera að vinna einhverskonar áætlun til að bæta hjólasamgöngur í bænum. Bæjarfulltrúinn sem er þar fremstur í flokki skrifaði grein á Vísir.is í vor þar sem hann lagði áherslu á mikilvægi samvinnu allra þessara aðila. Síðan var íbúafundur fyrir nokkru þar sem kynntar voru hugmyndir og þar á meðal að það ætti ráðast í að leggja hjólastíg frá Setberginu og inn á planið hjá Ikea. Þegar þessi fulltrúi var spurður út í hvað tæki svo við í framhaldi af þeim stíg var svarið einfaldlega að það væri ekki þeirra vandamál heldur væri það Garðabær sem ætti að sjá um það ... og mér skilst að ekkert hafi verið kannað hvort Garðabær hafi yfir höfðuð áhuga á að framlengja þeim stíg eitthvað. Út af þessu ætti það að vera á herðum Vegagerðarinnar að skipuleggja stofnbrautir fyrir hjólreiðar milli bæjarfélaga, eins og þeir sjá um akbrautir, en vandamálið er að Vegagerðin virðist bara ekki hafa nokkurn einasta áhuga á að gera neitt í þessu. Það eru liðin 30 ár síðan átti að ráðast í stofnbrautakerfi á Höfuðborgarsvæðinu fyrir reiðhjól og enn hefur ekkert gerst.

Sammála þér! En bæjarfélögin hafa ekki hingað til tengt hjólreiðastíga almennilega á milli. Þeir eru illa merktir og óljós skil á milli. Bæjarfélögin þurfa að horfa á stóru myndina. EF bæjarfélögin myndu taka sig saman og búa til eina stefnu um að keyra þetta í gegn þá myndi hjólreiðasamgöngur sjálfkrafa batna innan hvers bæjarfélag þar sem þau stæðu ekki lengur ein að þessu. Miðað við umferðina á þessu svæði sem ég legg til að hjólreiðastígurinn kæmi yrði mikil hvatning fyrir ökumenn sem fara sömu leið!

Þó á að hefja framkvæmdir á sameiginlegum göngu/hjólastíg frá Mosó og inn í Reykjavík og er það samvinnuverkefni Mosfellsbæjar og Vegagerðarinnar. Þó að þetta séu ekki nema 2,7km sem um ræðir á að taka 2 ár að klára það verkefni. Svo ég vitni beint í fréttatilkynninguna: "Stígurinn verður hannaður meðal annars með hliðsjón af þörfum hjólreiðamanna og verður um 3 metra breiður og um 2.7 km á lengd. Hönnun stígsins er lokið, og er gert ráð fyrir að uppbygging hans verði boðinn út nú í haust. Stefnt er að því að fyrri hluti stígarins sem nær að skógræktarsvæðinu við Hamrahlíð verði tilbúinn sumarið 2012 og að hann geti verið fullkláraður sumarið 2013." http://lhm.is/frettir-af-netinu/samgongumal/731-nyr-hjolastigur-meefram-vesturlandsvegi

Góð hugmynd og í raun hefur það verið efst á óskalista hjólreiðamanna áratugum saman að hafa hjólastíga meðfram þessari leið milli hverfanna og sveitafélaganna á höfuðborgarsvæðinu og það veitti ekki af alla leið svo sem. En í dag er afar brýnt að bjóða upp á alvöru hjólaleiðir meðfram Reykjanesbraut og Kringlumýrarbraut/Hafnarfjarðarveg - það er ekki nema fyrir þá hörðustu að fara þarna um á hjóli í dag. Reykjavíkurborg getur beitt sér fyrir úrbótum á þessu sviði á samstarfsvettfangi sveitafélaganna og boðið þeim t.d. að taka upp sömu hönnunarleiðbeiningar og Efla hefur tekið saman fyrir Reykjavíkurborg.

Yfir sumartímann hjóla margir þennan veg. Flestir þeirra eru örugglega ferðamenn og neyðast þeir til að hjóla 1-2 metra frá bifreiðum sem keyra þarna á 100km/klst. Það eru ekki margir sem myndu reyna það, nema eins og eins og þú nefnir "þeir hörðustu". Sérstakur hjólreiðastígur myndi bjóða venjulegu fjölskyldu fólki að fara þarna í gegn án þess að leggja líf og limi undir.

Þetta er góð hugmynd og væri gaman ef hún yrði að veruleika. Það eru ekki bara íslendingar sem myndu nýta sér þetta. Hérna koma fullt af ferðamönnum á ári hverju og hjóla hérna í kringum landið þannig að það veitir ekki af því að gera ráðstafanir fyrir þá líka að geta hjóla þessa leið án þess að leggja sig í lífshættu þarna á milli. En ég er sammála því að þessi stígur þurfi ekki allur að lyggja með brautinni sjálfri en að hluta til þarf hann að gera það og er það þá líka bara minni röskun á náttúrinni þarna en það mætti t.d. nota stapa veginn síðasta spölinn inn til njarðvíkur svo er það þeirra að leggja hann áfram. Eins finnst mér að það mætti leggja stíg út frá þessum til grindavíkur og í bláalónið.

mér hefur þótt að stígar séu óþarflega breiðir , hví ekki bara hafa þá heldmingi mjórri og helmingi lengri eða þriðnung af núverandi og tvo þriðju lengri,, jafnvel mjórri. flestir geta stýrt hjóli á mjóum stíg, svo þarf maður að bregða sér rétt útaf í möl til að mætast. . örmjótt væri nóg fyrir mig .

Með því að búa til grasgrænann malbikaðann hjólreiðastíg frá Reykjavíkur í gegnum Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð til Keflavíkur væri stígið stórt umhverfisvænt skref í átt að náttúru Íslands. Hægt væri að hafa 10km Vatnsstopp á leiðinni þar sem fólk gæti sest niður og spjallað og notið umhverfisins. Þetta er sameiginlegt og mikilvægt verk allra sveitafélaga sem að máli koma. Að auki væri hægt að halda allskonar keppnir í tengslum við þessa leið.

Til að þessi leið geti orðið að veruleika þarf að leggja viðbótar stíg um nokkurra km leið frá Straumsvík og að gamla Keflavíkurveginum. Þar væri hægt að merkja þann veg sérstaklega með reglulegum hjólmerkingum, svo geta menn stoppað í Vogum og fengið sér hressingu og síðan er nú eignlega ekki margt langt til Keflavíkur. Við þurfum ekki að festast í því að hjólafólk hjóli samsíða hraðbrautum, stórar hjólaleiðir erlendis fara oftast um fáfarnari vegi og minni bæi.

Þetta er vissulega góð hugmynd en ég held að það sé mun brýnna að bæta samgöngur fyrir reiðhjól á milli og innan bæjarfélaganna á Höfuðborgarsvæðinu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information