Sölumarkaður fyrir listamenn um helgar í miðbænum

Sölumarkaður fyrir listamenn um helgar í miðbænum

Sölumarkaður fyrir listamenn um helgar í miðbænum

Points

Hugmyndin er sölumarkaður fyrir listamenn og aðrar skapandi greinar. Hugmyndin er að auka mannlíf í miðbænum yfir daginn um helgar. Listamennirnir sjálfir myndu sjá um að selja sínar vörur sjálfir. Breytilegt hverjir væru að selja til að auka fjölbreytni. Þetta myndi gefa skapandi greinum jöfn tækifæri þar sem Borgin styrkir þegar æfingahúsnæði fyrir tónlist. Ráðhússalurinn myndi t.d. henta vel, er yfirleitt laus um helgar, kaffihús er til staðar og setur ákveðin standard á markaðinn

Sé ekkert athugavert við þetta en kannski óþarfi að borgin greiði meira fyrir þetta en annað. Ef listamenn vilja selja vörur sínar þá geri þeir það á sama hátt og aðrir þ.e. útvegi sér aðstöðu til þess og byrji að selja.

Það væri betra að hafa sölumarkað á útisvæði og t. D. Á þeim tímum sem skemmtiferðaskipin kæmu og hafa þannig stemningu í miðbænum á virkum dögum. Listamenn kæmu sjálfir með borð og tilheyrandi og myndu greiða borginni fyrir aðstöðuna.

Tek undir þetta.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information