Loka Háteigsvegi við Rauðarárstíg

Loka Háteigsvegi við Rauðarárstíg

Loka Háteigsvegi við Rauðarárstíg

Points

Að loka Háteigsveginum við Rauðarárstíg og jafnvel við Einholt mun minnka gegnumstreymi um hverfið á anna tímum. Ef þetta á að vera íbúðarhverfi þarf að draga úr þessarri bílaumferð og gera börnum kleift að vera úti án þessa að eiga sífellt í hættu að verða fyrir bílum sem eru að stytta sér leið um hverfið á miklum hraða. Hraðinn skv. merkingum er 30 km/klst en hann virðist vera lítið virktur af ökumönnum. Þeir sem eiga ekki erindi í hús á Háteigsveginum eiga í raun ekki að keyra um þröngva götuna.

Þetta myndi eflaust einnig draga úr umferð hjá þeim sem búa á Háteigsveginum fyrir ofan Lönguhlíð og bæta öryggi barna sem eru á leið í skólann.

Þessi rök eru ætluð sem málefnaleg mótrök, þó ég sé ekki alfarið á móti hugmyndinni og sé yfirleitt hlynntur takmörkunum á umferð. Get vel skilið að Rakel sé sem íbúi götunnar ósátt við ástandið eins og það er.

Það er hætt við að þessi sama umferð leitaði þá í Flókagötu og Stórholt, sem eru líka íbúagötur. Til að leysa vandamálið endanlega þyrfti nánast að gera allt hverfið að botnlanga, sem gæti skapað vandamál annars staðar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information