Gönguljós yfir Hofsvallagötu við Ásvalla eða Sólvallagötu

Gönguljós yfir Hofsvallagötu við Ásvalla eða Sólvallagötu

Mikið af börnum í Vesturbæjarskóla eru búsett í götunum í kringum gamla kirkjugarðinn og þurfa að ganga yfir Hofsvallagötuna á tiltölulega langri leið sinni í skólann. Þá má nefna að um helmingur af bekk sonar míns býr á því svæði. Það er ekið mjög hratt á Hofsvallagötunni og því miður sjaldan stoppað fyrir þeim. Af þessum sökum þori ég ekki að senda barnið mitt eitt gangandi til skóla.

Points

Vesturbæjarskóli byrjar kl 08:45, opnar kl 08. Ég er einstæð móðir með 8 ára dreng, bý á Brávallagötu. Ég starfa sem hjúkrunarfræðingur á LSH. Ég hef undanfarin tvo ár þurft að fá leyfi til þess að vera mætt kl 08:30 í 08 stað vinnufélögunum ekki til mikillar gleði. Það þýðir launaskerðingu um 5% eða um 20000kr og kostar það mig þ.a.l 30000kr meira að hafa barnið í skóla en leikskóla þar sem afsláttur til einstæðra hættir við skólagöngu. Ég hélt þetta yrði í tvö ár en nú stoppar Hofsvallagatan.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information