Hreinsa betur upp arfa í Árbæ næstu sumur
Ég hef stundum verið á gangi í sumar eftir stígnum sem liggur frá botnlanga Heiðaráss og niður að Árbæjarlaug og einhvers staðar á leiðinni hef ég séð bing af arfa, sem ekki hefur verið hreinsaður upp. Ég legg því til að Vinnuskóli Reykjavíkur dreifi nemendum betur á svæðin til að hreinsa upp arfa næstu sumur. Það var og er viðbjóðslegt að sjá allann þennan arfa.
Það þarf að hreinsa arfann betur í árbænum
Allavegana, ég man ekki í hve mörgum beðum, annaðhvort einu eða tveimur, sem eru við stíginn sem liggur frá leikskólanum Heiðarborg og liggur við enda gatnanna Deiladaráss, Eyktaráss, Fjarðaráss og Heiðaráss og niður að Árbæjarlaug. Þau beð voru morandi í arfi, en ég man ekki hvaða beð það eru. Ég hugsa að það séu bara þau beð, en það var viðbjóðslegt að sjá þau alveg morandi í arfi í sumar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation