Hjólaleið í gegnum Hlíðar sunnan Miklubrautar

Hjólaleið í gegnum Hlíðar sunnan Miklubrautar

Leggja niður einstefnur á Barmahlíð og Mjóuhlíð svo hjóla megi eftir þeim á leið austur/vestur úr bæ meðfram Miklubraut. Ekki má hjóla á móti einstefnu, allra síst á gatnamótum.

Points

Varasamt er að hjóla eftir gangstétt við Miklubraut. Hún er mjó og samnýtt með gangandi auk þess sem útkeyrslur eru af lóðum og hliðargötum. Mun fallegra er að hjóla eftir Barmahlíð og Mjóuhlíð. Hvergi er betra að hjóla en á götum með 30 km/klst hámarkshraða. Ekki síst til að nýta forgang á gatnamótum. Tvístefnur á þröngum götum geta minnkað umferðarhraða og gert hraðahindranir óþarfar. Eingöngu þyrfti að fækka bílastæðum ef menn vilja koma fyrir útskotum í hinum nýju tvístefnum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information