Næturvagnar Strætó
Leigubílar hefður minna að gera
Næturvagn í úthverfin (í einhverri mynd) myndi: > spara ríkisstofnunum útgjöld vegna leigubílakostnaðar > koma í veg fyrir ölvunarakstur > hugsanlega stýra því hversu lengi fólk er í miðbænum um helgar > vera umhverfisvænna en leigubíll/einkabíll > hvetja til heilbrigðari kvöld og næturheimsókna milli hverfa, s.s. heimasókna og menningartengdra atburða, s.s. seinni kvikmyndasýninga o.fl. > bæta ímynd Reykjavíkur sem ferðamannastaðar og styrkja stoðir gisti-og ferðaþjónustu utan miðbæjarins
Hugmyndin er góð EN...við búum því miður á Íslandi þar sem "lágmenning" er í kringum áfengi, og fólk hefur lítinn áhuga á strætisvagnarsamgöngum. Maður á bara láta áfengi í friði og sofa á nóttinni! ;) Ég vinn hjá Strætó, og ég vill ekki fá næturvaktir og þurfa að reka fullt fólk úr vagninum, ég hef prófað það í Danmörku. Í 99% eru fátækir námsmenn sem nýta sér slíka þjónustu.
Að geta sótt menningarviðburði á virkum dögum sem og um helgar án þess að þurfa óheyrilegan kostnað við að koma sér heim í leigubíl úr miðbænum. Mikið er orðið af tónleikum og öðrum viðburðum sem oftar en ekki enda um kl 01:00 í miðborginni á alla daga vikunnar og er það frekar bagalegt að geta ekki notast við almenningssamgöngur til þess að koma sér til síns heima að þeim loknum þar sem eins og staðan í dag er að síðustu strætisvagnar leggja af stað úr miðbænum um 23:30
Alls ekki slæm hugmynd en miðað við takmarkað fé til reksturs strætó myndi ég setja aukna tíðni á daginn eða ýmsar aðrar úrbætur í hærri forgang.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation