Planta trjám við Mosaveg í Grafarvogi

Planta trjám við Mosaveg í Grafarvogi

Points

Mosavegur liggur fyrir sunnan og vestan Víkurhverfi. Þar er oft mikil umferð upp í Spöng og í Borgarholtsskóla. Þarna getur verið mjög vindasamt og svæðið fyrir vestan Víkurhverfi er berangurslegt. Þörf er á að planta þar trjám til að minnka ónæðið af umferðinni, skapa skjól fyrir íbúa hverfisins og það myndi setja mun fallegra yfirbragð á svæðið. Þarna er mjög mikið af þúfum og órækt. Ég bendi á hljóðmönina og trjágróðurinn sem liggur meðfram Víkurvegi, austan við Engjahverfi til samanburðar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information