Tímabundin lokun á gatnamótum Langahlíðar/Miklubrautar

Tímabundin lokun á gatnamótum Langahlíðar/Miklubrautar

Tímabundin lokun á gatnamótum Langahlíðar/Miklubrautar

Points

Þessi gatnarmót eru mikil umferðarstífla og verða ennþá verri á háannatíma. Ég legg til að prófun á því að loka innakstri af miklubraut inn á langahlíð en leyfa t.d akstri af lönguhlíð inn á miklubraut til hægri svo að það þurfi ekki að nota umferðarljós á þessum gatnarmótum. Prufan gæti verið 3 mánuði og athugað hvernig staðan væri eftir það. Það eru margar leiðir inn í þessi hverfi annarsstaðar frá en hvernig umferðin mun þróast er erfitt að segja nema prófa. Eitt er ljóst að stíflan mun losna

Gangandi /Hjólandi? Eiga þeir bara að vera heima?

Þetta var nú bara hugmynd til að prófa reyna losa þessa miklu umferðarflækju á einfaldan og ódýran hátt, það eru ekki til miklir peningar í dag til að framkvæma ævintýralegar framkvæmdir eins og setja miklubraut í stokk auk þess sem að þetta er aðeins hugmynd um að prófa þetta fyrirkomulag Svo er annað .. ég veit ekki betur en að það séu undirgöng undir Miklubrautina á þessum gatnarmótum og ef Langahlíðin yrði lokuð fyrir umferð þá væri ekki vandamál að labba þar yfir eða hjóla... En

Undirgöng sem eru einungis með tröppum niður og eru því ófær fyrir hjólandi og fólk með t.d. barnavagna. Auk þess að þegar það snjóar er ekkert hugsað um að hreinsa tröppurnar. Með því að lengja tímann á ljósunum um kanski hálfa mínútu eftir Miklubrautinni á álagstímum mundi þetta vandamál hverfa að stórum hluta. Fólk þarf annars bara að sætta sig við að þegar það notar bíla á álagstímum í borgum almennt er óhjákvæmilegt að þurfa að bíða á nokkrum ljósum.

Umferðin í gegnum hverfið mun bara fara eftir öðrum leiðum, svosem Stakkahlíð.. ekki er betra að fá umferðina þangað.

Góður punktur Baldur... ég hef ekki mikið farið þessi undirgöng og það er að sjálfsögðu óásættanlegt ef undirgöng séu eingöngu fyrir gangandi vegfarendur en ekki líka fyrir barnavagna, hjól og eða fólk sem á erfitt með gang eða í hjólastól. Ég myndi aldrei leggja þessa hugmynd til nema ef það væri einhver lausn fundin við því að aðrir en þeir sem eru á einkabílum komast þarna í kring vegna þess að ég sjálfur notast ekki við einkabíl heldur við strætó... Þessi vegkafli hefur bara verið mér mjög hugleikinn og finnst það ótrúlega skrítið hvað hægt er að flækja einfalda hluti. Ég tel að fleiri umferðarljós og eða lenging þeirra skapi fleiri vandamál heldur en að leysa. Skipulagssérfræðingar Reykjavíkurborgar verða gera sér grein fyrir því að þeir hafa teygt borgina út í hið óendanlega og hafa þar með skapað stórar og miklar stofnbrautir fyrir umferð. En ég sé að þessi hugmynd mín er ekkert að fá neinar miklar undirtektir... ég vildi amk sjá hvort það væri hægt að finna einhverja góða lausn á þessu svæði...

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information