Göngubrú á móts við gömlu rafstöðina/Toppstöðina yfir í Elliðaárhólmann.
Á þessu góða útivistarsvæði er mikil umferð gangandi og hjólandi vegfarenda, bæði þeirra sem eru eingöngu að njóta útiverunnar sem og þeirra sem eru að ferðast á milli hverfa borgarinnar (108,109, 200 - 110, 112). Eins og staðan er núna er bein leið milli hverfanna ekki fær, heldur þarf að taka stóran krók á sig til að fara annað hvort yfir hitaveitustokkinn eða göngubrú á móts við félagsheimili OR. Börn og unglingar sem sækja í hólmann vaða oft yfir - mikil slysahætta af því.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation