Stofna sérstakt embætti göngu og hjólreiðastígastjóra hjáRVK

Stofna sérstakt embætti göngu og hjólreiðastígastjóra hjáRVK

Points

Hagsmunir margra koma saman í einu hér

Það sem vantar í dag (miðað við mína vitneskju), er að hagsmunir stíga, mannvirkja og framkvæmda innan Reykjavíkur séu varðir, móti hagsmunum t.d bílaumferðar, skipulags vegna lóða og sorps svo eitthvað sé nefnt. Það er einnig mjög mikilvægt að mínu mati að t.d sé passað uppá og fylgst með að holur í götum, merking, glerbrot, ruðningur á snjó og það sé lagfært strax til að koma í veg fyrir slys, og um leið ýta undir að þessi vetvangur sé í umsjón einhvers. Í dag er þetta á forræði margra embætta og hlutverk marga.....engin hefur það hlutverk að gæta hags þessara beint.

Nýtt embætti er ónauðsynlegt og flækir bara stjórnsýslu, enn fremur býst ég sterklega við að núþegar sé staða sem felur í sér hönnun samgöngumannvirkja. Frekar ætti að hvetja til þess að viðkomandi aðilar fái frekari menntun í hönnun hjólreiðastíga. Að greina stígana með tilliti til vandamála er síðan aftur ágætis hugmynd...

Með því að ráða sérstakan einstakling sem hefur það hlutverk að skoða, fylgjast með, passa uppá og skipuleggja alla göngustíga borgarinnar, sjá til þess að stígarnir séu hreinir, í lagi, upplýstir, merktir og samkvæmt þörfum og óskum notenda, munu hagsmunir þess hóps sem notar stíganna vænkast og um leið betri samgöngur í borginni. Þessi einstaklingur getur svo á sumrin ráðið undir sig c.a tvo nemendur til að hjóla borgina þvera og endilanga með myndavél til að greina vandamál.

Það eru nú þegar fleiri embætti en þörf krefur í stjórnsýslunni. Miklu frekar ætti að gera störf þeirra sem þegar þiggja laun fyrir þau markvissari.

Með því að einn aðili hafi yfirumsjón yfir öllum stígum borgarinnar, nær borgin að slá margar flugur í einu höggi. Fegra umhverfið, ýta undir hjólreiðar og göngur, koma í veg fyrir slys og um leið gera borgina betri og heilsu borgarbúa betri. Í dag er stígakerfið i umsjón margra og engin fer og skoðar hvort eitthvað sé að, einungis bregst við ef einhver kvartar og þá er það spurning um í hvaða forgangsröðun málið lendir.

Það er ekki nóg að stjórnvöld marki sér stefnu um að efla hjólreiðar og göngu sem fararmáta, það þarf að fylgja henni eftir á öllum sviðum og svona embætti gæti gengt því hlutverki. Þetta er nefnilega ekki bara samgöngumál. Allt heilbrigðiskerfið hefur ávinning af bættri lýðheilsu ef fleiri kjósa að hjóla. Allir hafa hag af umhverfisáhrifum þess ef fólk velur fararmáta sem menga minna og s.frv. Eitt dæmi er Harpa þar sem fólk er ekki velkomið á hjólum, þvert á stefnu stjórnvalda sem fjármagna þó

Höldum stígum m.a í lagi og án glerbrota!!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information