Slökkva götuljós milli 3 til 5 á næturnar.

Slökkva götuljós milli 3 til 5 á næturnar.

Points

Með því að slökkva götuljós milli 3 og 5 virka daga sparast tveir tímar í lýsingu í stað klukkutíma í dag. Að kveikja 30 mínútum seinna og slökkva 30 mínútum fyrr skapar meiri hættu þar sem mikill fjöldi gangandi og hjólandi vegfarenda er á ferðinni á morgnana og seinni partinn. Minnst umferð á næturnar.

Ég kynntist því einnig í Frakklandi að annar hver ljósstaur var logandi frá 10 á kvöldin. Þar var reyndar orðið bjart kl. 8 morgnana.

Það væri örugglega í lagi sumstaðar að gera þetta, en þá frekar meðfram stofnbrautum þar sem bílar hafa hvort eð er ljósabúnað... en í íbúðahverfum er oft mjög dimmt þrátt fyrir ljósin...

Núþegar hefur orkusparnaður farið fram með annarri tegund af perum, svokölluð "brún" ljós sem bæði brenna minni orku en tapa lítilli lýsingu (þó að vísu skylst mér að þau dragi úr litskynjun á umhverfinu, sem er reyndar ekki vandamál í umferðinni). Ég tel að beita eigi öllum mögulegum aðferðum til að draga úr kostnaði án þess að fækka götuljósum, þetta bíður bara upp á slys, ekki síst á veturna.

Slökkt ljós og háannatími fara illa saman

Finnst mikilvægt að það komi fram í þessari umræðu að það er verið að spara með því að kveikja seinna og slökkva fyrr en verið hefur undanfarin ár. Nú fer að renna upp sá tími á ný að þessi sparnaðarráðstöfun renni saman við helsta umferðartíma gangandi.

eitthvað þarf að taka tillit til öryggistilfinningu fólks. eftir lokun skemmtistaða eru margir fótgangandi á ferð og líkamsárásir eiga sér oft stað í skjóli myrkurs.

Í dag er orkan spöruð með því að slökkva fyrr á staurunum á morgnana og kveikja seinna seinnipartinn. Þetta fellur óþægilega saman við helsta umferðartímann. Eflaust þykir mörgum líkt of mér það orðið helst til skuggsýnt þegar loks er kveikt á götuljósunum. Þá myndi ég frekar styðja við að hvíla ljósin yfir miðja nóttina þegar mjög fáir eru á ferli. Það yrði að vera mjög seint t.d. frá 4-5.30 en eflaust þarf að reikna út nákvæmlega hvað tíminn þarf að vera langur til að ná fram sparnaði.

Þar sem ég hef verið erlendis. Var það þannig að klukkan 12 eða 01. Þá slökktu þeir á öðrum hverjum ljósastaur. Og svo aðeins seinna, Nær öll ljós. En ég hugsa að það sé svolítið flóknara í framkvæmd ef kerfið hefur ekki verið sett upp með það í huga.

Það væri örugglega í lagi sumstaðar að gera þetta, en þá frekar meðfram stofnbrautum þar sem bílar hafa hvort eð er ljósabúnað... en í íbúðahverfum er oft mjög dimmt þrátt fyrir ljósin...

Þetta er vel hægt, slökkva á ljósum upp úr eitt, og láta skiltin taka við, kannski allt í lagi að leyfa ljósunum að loga á stórum gatnamótum, t.d. Kringlumýrarbraut- miklabraut, en leyfa litlum ljósum og gönguljósum að sofa. Þetta getur sparað svo mikinn orkukostnað, og peninginn má nýta í svo margt annað og betra

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information