Ný virðingarröð í umferðinni

Ný virðingarröð í umferðinni

Ný virðingarröð í umferðinni

Points

Reykjavíkurborg veiti t.d. Umferðarstofu (eða öðrum aðila) styrk til að standa fyrir nýstárlegu námskeiði og fræðsluefni um siðfræði umferðar þar sem hugtakið virðing verður í öndvegi. Gangandi vegafarendur og hjólreiðafólk njóti þá fullrar virðingar þegar þeir nota samgöngumannvirki borgarinnar. Þetta yrði nýmæli og myndi draga úr streitu, slysum og auka vellíðan.

Þetta var sem sagt svar við rökfærslu Kristínar

Það eru nú komin nokkur ár síðan ég var í ökuskóla en ég man ekki eftir því að þar hafi verið farið neitt í hvernig á að umgangast (umkeyrast) hjólreiðafólk í umferðinni. Þessu má líka breyta (ef það sé búið að því þegar).

Þetta er nokkuð áhugavert. Umferðarstofa ætti kanski að standa fyrir auglýsingaherferð sem væri ætluð ökumönnum til að kynna tilverurétt gangandi og hjólandi í umferðinni. Jafnvel að útbúa myndband sem kennir ökumönnum hvernig eigi að standa að framúrakstri á reiðhjólum án þess að hræða líftóruna úr þeim sem eru að stjórna þeim. Hingað til hafa auglýsingarnar frá þeim gengið út á að fæla fólk frá því að hjóla með myndum af látnum börnum sem er búið að keyra á.

Ég er ekki hrifinn af auglýsingaherferðum þar sem bara er verið að hræða fólk til að nota bílbelti, drekka ekki við stýrið og keyra ekki of hratt. Hvernig væri að snúa þessu við og kenna virðingu og tillitsemi við: gangandi, hjólandi og aðra vegfarendur þ.á.m. aðra bílstjóra!

Ég er á því að mesta þörfin sé meðal núverandi bílstjóra, og kannski sérlega atvinnubílstjóra sem eru á stórum bílum/vögnum. Það væri áhugavert að sjá rökstuðningi við því að þessi hvatning sem Gunnar stingur upp á sé algjörlega óþörf :-)

Myndi telja þetta óþarfa peningaeyðslu, frekar að koma þessari fræðslu að í grunnskólum og menntaskólum í lífsleiknikennslu sem er þegar til staðar. Skil ekki alveg hvað þetta á að áorka, allar eðlilegar manneskjur vita þetta nú þegar og kunna að haga sér í umferðinni

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information