Að setja ruslatunnur á hvern einasta ljósastaur myndi bæta umgengni Reykjavíkur til mikilla muna. Hægt væri að hanna ruslatunnurnar þannig að þær litu flott út svo ljósastaurarnir myndu nú ekki líta jafn ógeðslega út og allt ruslið í kringum þá gerir.
Hver hefur ekki lent í því að viljað endilega hjálpa til við halda borginni hreinni og henda ruslinu sem þau eru með í höndunum en ekki fundið eina einustu ruslatunnu í mörghundruð metra fjarlægð. Setist svo niður þegar komið er heim og séð vefmiðlana stanslaust byrta fréttir um það hvað Íslendingar eru sóðalegir. Það að hafa ruslatunnur á hverjum einasta ljósastaur er auðvitað kannski of mikið. En ég tel að það mun ekki hafa neitt annað en góð áhrif fyrir umhverfið.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation