Lýðsprottnar betrumbætur á umhverfinu

Lýðsprottnar betrumbætur á umhverfinu

Það er nú þegar nokkur notkun á SeeClickFix.com þar sem almenningur getur bent á allt frá holum í malbiki til skipulagsslysa. Þessu fylgir sniðugt app og svo gæti skipulagssviðið forgangsraðað smálagfæringum með tilliti til þessa vefs. http://seeclickfix.com/ice_reykjavik

Points

SeeClickFix er tilbúin lausn og er í notkun í mörgum borgum í mörgum löndum, og býður upp á tengingu við innri kerfi borganna, sem er gott. En íslensk fyrirtæki hafa einnig verið að fikra sér áfram með svipuðum lausnum. Kannski væri hægt að þróa þá áfram og betrumbæta til dæmis með hlíðsjón af það sem SeeClickfix.com býður upp á.

Til er tæknileg útfærsla til að láta íbúa senda inn athugasemdir um "minni lagfæringar" á vef Reykjavíkurborgar sem er kölluð Borgarlandið. Það er góð viðleitni. En gallarnir með henni er 1. Maður fær ekki afrit af ábendingunni í staðfestingarskeytinu. 2. Ábendingin er ósýnileg fyrir aðra. 3. Magn dreifing og tegund ábendinga er jafnframt hulin borgarbúum. 4. Ekki virðist vera veitt endurgjöf um stöðu mála, og ekki einusinni ef og þegar verkinu er lokið.

Ef hvert sveitarfélag eða þau stærstu eigi öll að þróa sína lausn, þá þýðir það hærri þröskuldur við að koma svoleiðis í gagnið. Ef sama kerfið er notað um allt land virkar það í sjálfu sér sameinandi. Hlutberk Reykjavíkur sem höfuðborgar snýst um svo miklu meira en að hýsa stjórnsýslu ríkisins og etv flugvöll. Hlutverkið getur snúist um að veita forýstu í að virkja og vinna með íbúana. Og gera það með þeim hætti að þröskuldurinn fyri rönnur sveitafélög til að fylgja í fótsporunum sé lágur.

Oftar en ekki eru það íbúarnir sem vita best hvað þarfnast lagfæringa. Notum tæknina og eflum samvinnu íbúa og stjórnsýslu.

Virkar þessi hlekkur? http://seeclickfix.com/ice_reykjavik

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information