Breikkun göngu/hjólastígs við sæbraut

Breikkun göngu/hjólastígs við sæbraut

Breikka stíginn og hafa bæði hjólreiðastíg og göngustíg með umferð í báðar áttir. Þetta fyrirkomulag er í Laugardalnum fyrir ofan Laugardalshöll og hefur virkað vel.

Points

Stígurinn við sæbraut er fjölfarinn og þá sérstaklega á sumrin. Oft skapast hættuástand þegar reiðhjól mætast og gangandi vegfarendur eru á göngustígnum. Nú er aðeins lítill hluti stígsins ætlaður hjólreiðaumferð sem þýðir að fara þarf yfir á gangstíginn þegar mætt er öðru hjóli. Sérstaklega er það hættulegt þegar fjöldi ferðamanna er á stígnum sem er oft þéttgenginn frá Hörpu að Víkingaskipinu. Með tvöföldun er hægt að komast hjá þessari hættu og auka þægindi bæði gangandi og hjólandi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information