Setja upp skilti til að minna aðra á tillitssemi við íbúa

Setja upp skilti til að minna aðra á tillitssemi við íbúa

Points

Þetta á væntanlega við víðar í borginni. Tillitssemiskilti mættu því sjást víðar þar sem íbúðarhús eru við svona opin svæði þar sem fólk kemst í aðstöðu til leiks og tómstunda. Í þessu tilfelli myndar skólahúsið eins konar U eða trekt sem varpar öllu hljóði af vellinum í eina átt, yfir götuna á fjölbýlishús sem er innan við hundrað metra frá.

Á fótboltavellinum við Árbæjarskóla spila menn fótbolta fram eftir nóttu, oft fullorðnir menn með miklum hávaða og öskrum, og oft yngra fólk með músíkina stillta hátt. Lögun skólahússins magnar upp öll hljóð þar. Margsinnis hafa íbúar (sumir með lítil börn) þurft að hringja á lögreglu til að fá einhvern svefnfrið. Hugmyndin er að þar sem etv er erfitt að loka vellinum þegar skóla lýkur á daginn þá verði sett verði upp skilti sem minnir á tillitssemi við þá sem búa á móti t.d eftir 10 á kvöldin.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information