Endurnýja leiktæki við Kelduskóla Vík

Endurnýja leiktæki við Kelduskóla Vík

Endurnýja leiktæki við Kelduskóla Vík

Points

Þetta er klárlega mál sem þarf að taka á. Kelduskóli Vík og Korpa er undir sama hatti í stjórnun skólana en stór munur er þarna á milli hvað varðar leiksvæði fyrir börnin.

Leikaðstaða í Kelduskóla vík er að mínu mati ábótavant sé miðað við aðra grunnskóla. Engar rólur, engin rennibraut, engin vegasölt, engin stór klifrukastali. Bætta aðstaða eykur hreyfingu og gleði barnanna. Kemur til móts við alla krakka í Kelduskóla (líka þá krakka sem eru í boltaíþróttum af því aðstaða fyrir boltagreinar er takmörkuð einnig þó ýmislegt hafi þar áunnist). Styð þetta heilshugar !

Takmarkað úrval af leiktækjum fyrir yngri börnin í skólanum.

Ágætisaðstaða fyrir boltakrakka, og krakka sem vilja/þora og mega klifra, sumir krakkar mega ekki klifra í þessu dóti sem er þarna uppfrá.. Vantar "venjuleg" leiktæki..

Það er mjög takmarkað fyrir krakkana að gera í útiverunni og þessi völlur bíður upp á einelti þar sem það eru mjög fá eða nánast engin leiktæki í boði á vellinum.

Leikaðstaðan er alls ekki nægilega góð og virðist vera mun lakari en hjá öðrum skólum i hverfinu. Þarf að bæta við leiktækjum t.d. rólum, kastala o.fl. Einnig þarf að endurbæta og yfirfæra það sem er þegar á svæðinu. Virkilega mikil þörf á framtaki hér!

Ömurleg núverandi leikaðstaða æpir á mann!

Lítið sem ekkert af leiktækjum á skólalóðinni.

Væri gott að fá rólur, vegasalt eða bara einhver leiktæki á skólalóðina. Skora á ykkur að fara uppí Kelduskóla vík og skoða skólalóðina sem er algjörlega til skammar.

Myndi græja þetta fyrir kosningar. Það er gríðarlegt sjokk fyrir krakka að hætta í leikskólanum þar sem fullt er að gera í útiveru og kom yfir skólan þar sem nánast engin afþreying er útivið. Trallið ykkur nú úr 101 og skoðið hvort að þið mynduð vilja bjóða ykkar börnum uppá þessa aðstöðu

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information