Gangbraut efst á Höfðabakkann við Vesturhóla

Gangbraut efst á Höfðabakkann við Vesturhóla

Ég tel það vera brínt öryggismál að leggja gangbraut yfir Höfðabakkann við Vesturhóla. Göngustígurinn liggur beint út á götu þar sem engin greið leið er yfir, umferð úr öllum áttum og þarf maður að labba yfir umferðareyju til að komast yfir allar fjórar akreinarnar.

Points

Það eru engar merkingar, hvorki skilti né merkingar á götunni sem gefa til kynna að þarna sé leið fyrir gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk. Það er algeng sjón að sjá fólk hlaupa yfir í hraði og sviga á milli bíla og setja þar með sjálfan sig og aðra í hættu. Ég tel að gangbraut með tilheyrandi merkingum og lýsingu myndi stórbæta aðgengi og öryggi vegfarenda.

Ég held það megi taka þetta mál með opnu máli um hringtorg á þessum gatnamótum. Heilt yfir eru þetta hættuleg gatnamót fyrir alla vegfarendur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information