Hafnarsvæðið = Göngusvæði. Kalkofnsveg og Mýrargötu í stokk.

Hafnarsvæðið = Göngusvæði. Kalkofnsveg og Mýrargötu í stokk.

Points

Núþegar er verið að ræða að setja hluta mýrargötu í stokk. Má ekki bara lengja stokkinn aðeins (mikið lengra)?

Það var talað um stokkinn fyrir hrun og hann átti að kosta 7 milljarða. Ég held að það sé enginn með 7 milljarða á lausu í svona bull lengur.

Rétt.

Ég er sammála því að þessir stóru bílar eiga ekkert erindi í gegnum miðbæinn þarna eða annarsstaðar. Lausnin er kannski frekar að banna umferð þeirra en að eyða fleiri milljörðum í nýtt umferðarmannvirki undir þá.

Það er löngu orðið ljóst eftir fjölda dauðaslysa að gatnamót Mýrargötu og Ægisgötu (við Hamborgarabúlluna) eru stórhættuleg öllum sem um þau fara, hvort sem það er á gangi, hjóli eða í bíl. Risastórir olíuflutningabílar keyra þar um á hverjum degi til og frá olíubirgðastöð út í Örfirisey og gera þau þröngu og hlykkjóttu gatnamót að martröð hins gangandi vegfaranda sem vill fara um hafnarsvæðið sem nú hefur smám saman verið breytt í svæði með kaffihús og veitingastaði.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information