STOPP skilti við gatnamótin Vesturgötu-Ægisgötu
Vesturgatan, ein elsta gatan í bænum er og hefur löngum verið mikilvæg göngu og hjólaleið úr Miðbæ í Gamla Vesturbæinn. Hér fara um foreldrar með barnavagna, túristar með myndavélar, kettir með bjöllur um hálsinn... Stöðvunarskyldan við gatnamót Ægisgötu og Vesturgötu var fjarlægð fyrir nokkrum árum - óskiljanlegt. Þarf hraðbraut frá sjó og uppað Landakoti? Mjög margir bílstjórar virðast sammmála og fara varlega við Vesturgötuna. Ruglingslegt og hættulegt ástand - svo einfalt að laga!
Fljótlegasta leiðin fyrir bíla í gegnum hverfi er ekki forgangsatriði í skipulagsmálum á 21stu öldinni.
Tengist þessari hugmynd auðvitað: http://betrireykjavik.is/priorities/15-breyta-aegisgotu-i-vistgotu-tre-gangbrautir-hjolreidastig
Finnst þessi tilhögun vera betri en stungið er upp á. Þegar ekið er í miðbæinn eftir Sæbraut þá er þessi akstursleið fljótlegasta leiðin til að komst yfir í mela-hverfið (Niður Hofsvallagöu). Þegar gatnamótin voru eins og lagt er til þá var oft röð niður að ljósum og tafir. Flæðið er betra svona. Það sem vantar mest í skipulag gatnakerfisins er að hugsa um það sé gott flæði á umferðinni. Nú í dag er allt of mörg ljós.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation