Mikið er um umferð stórra og smáa hópferðabíla um miðbæinn vegna fjölda hótela og gististaða sem þar eru en nánast enginn aðstaða er fyrir hendi til að taka á móti farþegum eða skila af sér farþegum. einungis eru tvö stæði ætluð fyrir hópferðabíla í miðbænum, eitt í aðalstræti og eitt við enda Þjóðmenningarhússins.
Mjög nauðsynlegt er að skilgreina sérgreind svæði fyrir hópferðabíla til að hleypa farþegum úr og inn í hópferðabíla til að þeir þurfi ekki að stöðva á miðjum vegum og uppá gangstétt.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation