Umferð um Sogaveg á milli Grensás- og Bústaðavegar er mjög hröð, nauðsynlegt að hámarkshraðin verði MAX 30 km, hugsanlega vantar 2 hraðahindranir til viðbótar, einnig þarf að skoða hvort að ekki þurfi að takmarka svæði þar sem að framúrakstur er leyfilegur.
Rökin eru einföld, hraði á bílum og strætó er of mikill, ég sem íbúi í götuni hef oft verið nálægt því að fá bíll inn í hliðina á mér þegar að ég bakka úr innkeyrsluni hjá mér, öll hús á þessum kafla á Sogaveginum eru með innkeyrslur sem koma beint út á götuna, því er þetta slysgildra. Einnig eru börn á leik og ef að bílar koma á 50 km hraða sem er leyfinlegur þá er lítill tími til að bremsa ef að barn skýst út á götu á milli bíla sem lagt er langsum eftir götuni. Strætó keyrir mjög hratt.
Sem íbúi við Sogaveg er alveg hrikalegt að verða vitni af hraðakstrinum sem á sér stað á milli Réttarholstvegar og Grensásvegar en á þeim kafla er einungis ein hraðahindrun. Sjálf er ég með tvö ung börn og er ekki mjög örugg þegar kemur að því að fara inn og út úr bílnum. Síðastliðna helgi var keyrt af þvílíkum hraða á stóran hund sem var í minni umsjá með þeim afleiðingum að hann kastaðist margar metra og dó á staðnum. Það þarf að gera eitthvað til að stemma stigu við þessum hraða akstri.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation