Héðinslóð, lagfæringar á umhverfi. Vesturgata 64.

Héðinslóð, lagfæringar á umhverfi. Vesturgata 64.

Svokölluð Héðinslóð, þ.e. lóðin við gamla Héðinshúsið Vesturgötu 64 er með einsdæmum sóðaleg. Þar voru fyrirhugaðar framkvæmdir og voru þau hús sem voru á lóðinni rifin. Eftir stendur mikið rask og er moldrok frá lóðinni yfir nærliggjandi umhverfi þegar hvasst er. Einnig er mikið rusl á lóðinni.

Points

Það hlítur að vera einfalt mál fyrir Borgaryfirvöld að skikka lóðareigendur til þess að lagfæra lóðina. Það er óþolandi að í einum elsta hluta Reykjavíkur standi opin lóð þar sem jarðvegur fýkur yfir nánasta umhverfi ef það hreyfir vind. Einnig er algengt að fólk noti lóðina til þess að losa sig við sorp ef það kemur að lokuðu hliði hjá Sorpu hinumegin við götuna. Einnig er talsverð slysahætta fyrir börn á svæðinu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information