Gróðursetja tré á umferðareyjum milli akreina á stofnbrautum

Gróðursetja tré á umferðareyjum milli akreina á stofnbrautum

Gróðursetja tré á umferðareyjum milli akreina á stofnbrautum

Points

tré við vegi valda svo mörgum dauðsföllum í öðrum löndum vegna árekstra á þau . en ungtré væri hægt að nota kannski í nokkur ár eða margstofna tegundir á löngum köflum með aðskilnaðargirðingu fjarri mótum.

En það mættu ekki vera Aspir eða mjög hávaxin tré því það er nóg af þeim í borginni. Skoða aðrar tegundir trjáa sem ekki verða eins hávaxnar um leið og þeim er plantað.

Að hafa samfellu trjáa (mega vera aspir) milli akreina á stóru stofnbrautum, Miklubraut, Ártúnsbrekka, Kleppsvegur, Sæbraut, Breiðholtsbraut og víðar dregur verulega úr hávaða og mengun auk þess er mikið prýði af því og borgin verður grænni.

Lýðheilsufræðileg rökin eru studd ágætum rannsóknum - frá N-Ameríku: "The idea of preserving and increasing our urban forest is not a squirrelly idea, but represents sound science, wise urban planning, and a far-sighted investment in public health, as well as a potentially powerful tool in addressing ecological disparity." http://www.thestar.com/opinion/commentary/2015/07/27/want-a-healthier-more-just-city-plant-trees.html http://www.newyorker.com/tech/elements/what-is-a-tree-worth

ein eða þykkstofna tré eru hættuleg ökumönnum í árekstri

Þetta héldu menn líka í Frakklandi og V-Þýskalandi á 6. og 7. áratugnum, þegar trén meðfram gömlu sveitarvegunum voru felld til þess að draga úr dauðsföllum í umferðinni af völdum árekstra bíla við tré. Reynslan sýndi hins vegar að dauðsföll tífölduðust á fáum árum í kjölfar þessara aðgerða. Ástæðan? Hraðinn jókst. Fleiri bílar á ofsahraða ultu. Áður óku menn hægt milli trjáa. Eftir að trén voru horfin, stjórjókst ökuhraðinn.

Þrenging sjónsviðs ökumanna með trjágróðri meðfram breiðum götum og á umferðaeyjum dregur einnig ósjálfrátt úr ökuhraða.

Tré eru stórkostlega ofmetin. Ég bý í Bandaríkjunum og þar sér maður ekki neitt af því að alls staðar eru tré fyrir og skyggja á. Það er endalaust leiðinlegt að keyra í svona trjágöngum, ekkert að sjá nema tré eftir tré eftir tré, auk þess sem ég yrði ansi hrædd um að fólk ætti það til keyra út af og klessa á svona stór tré.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information