Bíll - Strætó - Hjól
Ég á frænda sembýr réttfyrirutan selfoss. Hann keyrir í dag til Reykjavíkur en finnst það ekki sniðugt. Hönum hefur dottið í hug að taka strætó en þá er orðið erfitt fyrirhann að ferðast innanbæjar í reykjavik og það er engin stoppi stöð þar semhann býr. Hugmyndin sem ég er með er að hann geti notað bílinn og keyrt að strætó stöðinni, tekið svo strætó til Reykjavíkur og farið svo á hjóli í vinnuna frá strætó stoppinu í Reykjavík.
Með því að hvetja fólk til að nota hjól og nota hjól í tengslum við það að nota strætóeða einkabíl, þá er hægt að bjóða fleirum að nota hjól innanbæjar. Það myndi draga úr mengun einsog svifriki og minka umferðaþunga. t.d.mæti koma up bílplönum í þéttbýliskjörnum við útjaðar höfuðborgarinnar svo geta allir tekið niður að kringlu, BSÍ og nokkrum öðrum völdum stöðum þar sem hjólageymsla væri til staðar, með hjólaleigu og hjólageymslu.
Það er tvennt sem má byggja upp svo að þessi hugmynd sé raunhæf fyrir fólk eins og frænda minn. A. Örugg og góð aðstaða til að geyma hjól í Reykjavík þegarmaður býr úti á landi. Mætti verameð almennri hjólaþjónustu í nágrenni við hjóla geymsluna. Ég myndi hellst ekki vilja að aðrir notendur að hjólageymslunni hefðu aðgang að mínu hjóli. Það er hægt ýmsu móti. Ein lausn er að hvert hjól er geymt í sérlæstum skáp, önnur er að hvert hjól er hengt upp með kapli ca 3-4 metra og það þarf sértakan lykil eða kot til að fá það niður. Gott væri að hafa almenna baðaðstöðu/sturtur/sundlaug við hliðina á hjólageymslunum.
Það væri líka fínt ef það væri hægt að sækja bílinnþangað til aðfara með hann í olíuskipti og annað viðhald.
Ég sé fyrir mér hjólageymslurnar við BSÍ sem er nýja miðstöðin fyrir Strætó (samkvæmt fréttum). Aukþess sé ég fyrirmér hjólageymslur við Kringluna og upp í hálsahverfinu. Samt myndi ég vilja sjá tengingu á milli hjólageymslu og sundlaugar á hverjumstað. Hálsar -> Árbæjarlaug Miðbær (BSÍ) -> Sundhöllin Kringlan -> ?? (næsta sundlaug er bara laugardalslaugin, er það ekki?)
B. Góð og örugg, vöktuð bílastæði eða bílastæðahús þar sem ég geymi bílinn minn á meðan ég er í bænum á hjólinu. Hellst myndi ég vilja vera með bílastæðahús, en það er ekki hægt, þá myndi ég vilja hafa afgirt svæðimeð myndavélavöktun. Gott væri að hafa bónþjónustu í tengslum við bílastæðaplanið.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation