Gangbraut og merkingar fyrir skólabörn við Frakkastíg
Frakkastígurinn er fjölfarinn af skólabörnum sem sækja Austurbæjarskóla. Þrátt fyrir þetta eru engar merkingar í götunum sem liggja upp að Austurbæjarskóla sem gefa ökumönnum til kynna að skólabörn séu á ferli. Hraðakstur á Frakkastíg er vandamál sem ógnar lífi barna sem ganga í skólann. Það vantar gangbraut og skilti sem sýnir skólabörn við Bergþórugötuna og Drekann - staðir sem krakkarnir fara flest yfir í og úr skólanum.
Ég styð þessa hugmynd heilshugar. Vandamálið er þó af öðrum toga, það er að segja, það að það vanti gangbrautir er ekki aðalmálið. Bæði Frakkastígur og Bergþórugata eru einskonar þjóðleiðir í miðbænum. Frakkastígurinn ætti betur heima sem vistgata niður að laugarveg ef vel ætti að vera, og lokað yrði á akstur frá Skólavörðustíg og niður Frakkastíg, enn fremur má setja hindranir í veg umferðar á Bergþórugötu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation