Kennsla í almennum fjármálum í 10 bekk.

Kennsla í almennum fjármálum í 10 bekk.

Kennsla í almennum fjármálum í 10 bekk.

Points

Hjálpa ungu fólki að skilja fjármál betur

Tel ég að það gæti hjálpað ungum einstaklingum út í lífið ef þeir myndu fá innsýn inn í almenn fjármál. Grunnkennsla í bókhaldi og fræðslu hvernig lán virka. Margir ungir einstaklingar telja það sjálfsagt að taka lán og skuldsetja sig en fatta jafnframt ekki kostnaðin. Þar af leiðandi vill það gerast að ungir einstaklingar skuldsetji sig fram yfir greiðslugetu. Tel ég að ef ungt fólk myndi fá betri innsýn í fjármál gæti það hjálpað þeim að taka betri ákvarðanir sem skila sér í betri líðan.

Hjálpa ungu fólki að skilja fjármál betur

Já það er mjög sniðugt :)

Betri fjármál - betri líðan

Kennslu í grunnfjármálum fyrir 10 bekk.

Betri fjármál - betri líðan

Hjálpa ungu fólki að skilja fjármál betur

einnig ma kenna fólki sem fer í gegnum skólakefið að fylla út eigin skattskýrslu, a.m.k. á meðan kerfið er eins og það er

Eitt sinn var ég á sömu skoðun; ungur þá og kerfið hafði gleypt mig og spýtt mér hálf rænulausum út. Nú er ég á annari skoðun. Kerfið er ónýtt. Hannað með hagsmuni fárra í huga. Ekki fólksins. Við þurfum ekki að kenna krökkum á þetta kerfi. Við eigum að henda því og búa til nýtt. Nýtt kerfi sem myndi ekki þurfa neina kennslu vegna þess að það væri hannað frá upphafi af fólkinu fyrir fólkið sjálft.

Almennur skilningur á fjármálum og sérstaklega fjármálakerfinu myndi gera alla umræðu um efnahagsmál því mun skynsamlegri. Stór hluti ágreinings í þjóðfélaginu gagnvart fjármálakerfinu byggist á nær algeru þekkingarleysi á grundvallaratriðunum og má segja það um hvaða sjónarmið sem er. Menntun á þessu sviði gæti stoðað að minni misskilningi og betri hugmyndum þegar kemur að fjármálum þjóðarinnar allrar sem og einstaklinga.

Betri líðan fæst ekki með betri skilning á fjármálum. Að kenna krökkum þá hugmynd að þau fæðist inn í hagkerfi sem þau þurfi að læra á til að komast af finnst mér skrýtinn sýn á veruleikann. Veruleikinn er ekki hagkerfið. Krakkar ættu að læra að gagnrýna hagkerfið og læra að komast af með sem minnstri þáttöku í því.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information