Betrumbæta akstur leiðar 31 í Grafarvogi

Betrumbæta akstur leiðar 31 í Grafarvogi

Breyta aksturleið þannig að strætótinn ekur um allan Grafarvoginn, ekki bara gufunes, hamra, folda, húsahverfi og Egilshöll. Engja, Borga, Korpu og Vikurhverfi stórlega mismunað. Einnig þarf að lengja aksturstímann, ekki hætta kl 19 30, einmitt þegar félagsmiðstöðvarnar opna!

Points

Það væri fullkomnlega eðlilegt að grunnskólabörn í Grafarvogi fengju frítt í þennan strætó. Nú hafa skólarnir verið sameinaðir og þar af leiðandi þurfa sum þeirra að ganga lengra í skólann. Nú er það þannig að þú þurfir að eiga heima X langt frá skólanum til að fá strætómiða. Það var ekki hugmynd barnanna að sameina skólana og því ættu þau öll að geta ferðast frítt um með þessum strætó.

Eftir sameiningu grunnskóla hverfisins spöruðust fjármunir ef rök Besta flokksins um sameinguna halda. Með þessarri sameiningu þá lengdust leiðir fjölmargra ungmenna í skólann sinn og í félagsmiðstöðvar hverfisins. Félagsmiðstöðvarnar á vegum Gufunesbæ hafa alltaf staðið fyrir faglegu og öflugu starfi og verið með frammúrskarandi mætingatölur. Það að strætisvagnar gangi ekki á tímum sem félagsmiðstöðin er opin er afar svekkjandi fyrir börnin sem búa lengst frá. Þetta getur orðið til þess að börnin mæti ekki í uppbyggilegt tómstundastarf og í stað þess fari þau að hafa óæskilega hópasöfnun við verslanir eins og var hér á árum áður.

Eftir sameiningu grunnskóla hverfisins spöruðust fjármunir ef rök Besta flokksins um sameinguna halda. Með þessarri sameiningu þá lengdust leiðir fjölmargra ungmenna í skólann sinn og í félagsmiðstöðvar hverfisins. Félagsmiðstöðvarnar á vegum Gufunesbæ hafa alltaf staðið fyrir faglegu og öflugu starfi og verið með frammúrskarandi mætingatölur. Það að strætisvagnar gangi ekki á tímum sem félagsmiðstöðin er opin er afar svekkjandi fyrir börnin sem búa lengst frá. Þetta getur orðið til þess að börnin mæti ekki í uppbyggilegt tómstundastarf og í stað þess fari þau að hafa óæskilega hópasöfnun við verslanir eins og var hér á árum áður.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information