Fálkabakki verði einungis opinn fyrir strætó

Fálkabakki verði einungis opinn fyrir strætó

Fálkabakki verði einungis opinn fyrir strætó

Points

Hugmynd verður til eftir umræðu hér : http://betrireykjavik.is/priorities/477-endurskoda-gatnamot-hofdabakka-og-vesturhola Gatnamótin Fálkabakki/Höfðabakki eru hættuleg og búa einnig til hættulegar U-beygjur efst á Höfðabakkanum. Og mjög oft tekur fólk ólöglega vinstri beygju frá Fálkabakka. Í raun er Fálkabakka leiðin óþörf. Hægt er að fara um Stekkjarbakka. Bakkahverfið mundi líka losna við óþarfa umferð úr Hólunum niður í Mjódd. Fálkabakkinn ætti að vera einungis opin strætó.

Já, ég er eitthvað að ruglast á hægri og vinstri. Ég var líka búinn að segja þér að ég myndi skipta um skoðun og styðja þína hugmynd. Ég nenni ekki að ræða þetta frekar!

Miðað við hvernig hefur gengið með þessi gatnamót þá er einfaldast að loka Fálkabakkanum fyrir almennri umferð, enda liggja góðir og öryggir vegir frá bökkunum og inn á Höfðabakkann (um Stekkjarbakka). Það tekur af hættulegar (ólöglegar) vinstri beygjur og hættulegar U-beygjur. Og það losar bakkahverfið við drive-through umferð sem er á leiðinni niður í Mjódd. Það þarf ekki að halda úti hættulegum gatnamótum til þess að þjónusta þá sem þurfa shortcut leið úr bökkunum í Árbæ. Ég efa að aðal umferðarflæðið úr bökkunum sé upp í Árbæ.

Þú afsakar en ég er enn ekki að skilja. Getur verið að þú sért að ruglast á vinstri og hægri? Það er engin beygja sem er bara leyfð einhverjum sérstökum en ekki almenningi. Vinstri beygja frá Fálkabakka inna á Höfðabakka er bönnuð, enda stórhættulegt að leyfa hana. Þrátt fyrir bann og marg ítrekaðar tilraunir til að þrengja hægri beygjuna frá Fálkabakka inn á Höfðabakka þá er fólk enn að skjóta sér til vinstri. Stórhættulegt! Vesenið er til að bæta öryggi. Þeir sem þurfa að komast frá Arnarbakka og í Árbæinn ættu að fara um Stekkjarbakkann, enda er vinstri beygja bönnuð og U-beygjan efst á Höfðabakkanum ætti að vera bönnuð líka. Þeir sem búa við Arnarbakkann ættu að gleðjast yfir lokun Fálkabakka því hann veitir mikilli drive-through umferð um bakkahverfið.

Afsakaðu, ég skil ekki hvaða breytingar þú ert að leggja til. Um hvaða kröppu vinstri beygju ertu að tala? Og hvaða hægri beygju á að leyfa?

Já, það má leyfa umferð sem kemur úr Árbænum um Höfðabakkann og Niður Fálkabakkann, en það væri ögn betra að hafa opið fyrir umferð fyrir þessa leið í báðar áttir fyrir fólk sem þarf að fara upp Fálkabakkann og um Höfðabakkann í Árbæ. Ég vorkenni fólki sem þarf að fara frá Fálkabakka og í Árbæjarhverfi um Höfðabakkann, vegna þess að það þarf að taka vinstri beygju inná Höfðabakkann og taka u-beygju, þar sem Höfðabakki mætir Suður- og Vesturhólum og aka síðan í gagnstæða átt um Höfðabakkann til þess að komast leiðar sinnar. Þess vegna finnst mér einfaldara að leyfa hægri beygju af Fálkabakka og inná Höfðabakka, í staðinn fyrir að fara þessa u-beygju í Hólahverfi, sem ég nefndi hér áðan. Það að leyfa bara vinstri beygju á fyrrnefndu gatnamótunum er ekki nóg, þó að lífið sé stundum fullt af erfiðleikum eins og að taka þessa u-beygju í Hólahverfi, þegar fólk leggur leið sína frá Fálkabakka og í Árbæ um Höfðabakka.

Það mætti þó hafa opið fyrir umferð sem kemur frá Árbæ um Höfðabakkann og niður Fálkabakkann.

Ég er að leggja til um að vinstri beygja við gatnamót Fálkabakka og Höfðabakka yrði stækkuð, þannig að hún verði mun auðveldari beygja. Svo er ekki hægt að beygja til hægri, vegna þess að hægri beygja er þarna ekki opin almenningi, og ef ég tek sem dæmi, þó ég meini það ekki fyrir fullri alvöru, að ef að bíll færi frá Fálkabakka og ætli sér að beygja til hægri inná Höfðabakka, yrði besta leiðin sú að fara frá Fálkabakka um Arnarbakka og Stekkjabakka og beygja svo af Stekkjabakkanum til hægri inná Höfðabakkan, en beinni leið er að fara upp um Fálkabakkann, en ef farið er upp um Fálkabakkann, verður fólk að beygja til vinstri inná Höfðabakkann og taka svo u-beygju, þar sem Höfðabakki mætir Suður- og Vesturhólum. Til að mæta þessu veseni, finnst mér að það ætti að leyfa hægri beygju á gatnamótum Fálkabakka og Höfðabakka. Það gæti bætt vegasamgöngur örlítið.

Ljósin við Stekkjarbakka/Höfðabakka er algjör flöskuháls. Þarna er oft mjög mikil bið, og þegar maður býr efst í Bökkunum þá er það ekki fýsilegur kostur að keyra fyrst 30 km hámarkshraða í Arnarbakka og bíða svo í 2-3 ljós Stekkjarbakka/Höfðabakka (á þeim tíma sem ég þarf að fara þarna um þarf oft að bíða tvö til þrjú ljós á Stekkjarbakka/Höfðabakka, ef ætlast er til að fólk fari þá leið, þá þarf að laga þann flöskuháls). Sérstaklega fyrir fólk sem þarf að fara þessa leið mjög oft. Ég er algjörlega á móti því að hafa Fálkabakka eingöngu fyrir strætó, það eru nægir flöskuhálsar við að komast inn og út úr Breiðholtinu þótt það sé ekki bætt við fleirum.

Mér finnst að það ætti að endurskoða gatnamótin í staðinn, með því að gera þessa kröppu beygju til vinstri mun auðveldari og líka það að laga þau þannig að hægt sé að beygja til hægri líka á þessum gatnamótum.

Mjög sammála þessu, hef oft séð fólk taka ólöglega vinstri beygju þarna og það skapar mikla hættu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information