Opinn leikskóli þar sem foreldrar eru með börnunum

Opinn leikskóli þar sem foreldrar eru með börnunum

Leikskóli þar sem foreldrar (eða aðrir umönnunaraðilar) geta mætt með börnin sín og hitt aðra foreldra og börn. Þarna gætu foreldrar rætt saman, leikið með börnunum og börnin leikið bæði úti og inni. Væri svo jafnvel hægt að hafa hóflegt gjald fyrir að nýta aðstöðuna sem myndi nýtast í viðhald. Þyrfti að hafa umsjónarmanneskju með húsinu.

Points

Opnir leikskólar eru út um allt i Svíþjóð a vegum bæjar Og sveitarfélaganna og mjög mikil aðsókn. Þar getur maður farið og hangið eins lengi og þad er opið (9-16) eða eins og börnin nenna. Maður getur keypt kaffi/te, djús og hrökkbrauð fyrir smá klink. Það er söng stund 1x a dag og fullt af dóti fyrir börn 0-6 ára ásamt föndri og öðru skemmtilegu. Það eru 2 umsjónarmenn sem eru yfirleitt leikskóla kennarar. Endilega kynnið ykkur þetta i svitjod og opnið i Reykjavík!

Svona fyrir komulag er að finna erlendis. Þetta getur verið mjög gott til að rjúfa einangrun. Sjálf er ég nýlega búin að vera í eitt ár í fæðingarorlofi og hefði þetta verið kjörið fyrir mig og dóttur mína. Jafnframt er hún núna 3 daga í viku í pössun hjá ömmu sinni sem myndi örugglega nýta sér svona.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information