Úrbætur á bílastæðamálum við austurenda Hæðargarðs

Úrbætur á bílastæðamálum við austurenda Hæðargarðs

Úrbætur á bílastæðamálum við austurenda Hæðargarðs

Points

Við austurenda Hæðargarðs er bílum lagt beggja vegna götunar. Þetta er tenging Hæðargarðs við Réttarholtsveg þar sem mikið er um gangandi vegfarendur. Bílamergðin orsakar það að lítið útsýni er oft fyrir þann sem beygir inn á Réttarholdsveg til að sjá gangandi vegfarendur. Einnig er mjög erfitt fyrir tvo bíla að mætast í götunni þar sem bílum er svona lagt. Nóg pláss er í grasbala upp að heitaveitustokknum sem er notaður sem göngustígur til að búa til auka bílastæði. Það myndi stórbæta öryggi.

Bílum við hinn endann, Hæðargarð - Grensásveg, er líka hættulegur þegar bílum er lagt á ská og það sama á við um miðjan Hæðargarðinn. Skil reyndar ekki af hverju íbúar við hornið (nálægt Grensásvegi) leggja ekki hinum megin þar sem bílastæðin eru!

Hildur: Bílastæðið utanvert við hitaveitustokkinn á móts við Hæðargarð 1 - 27 var mér tjáð að væri í eigu húsfélagsins þar og hefði verið gert á kostnað þess. Þetta er ætlað fyrir gesti íbúa ,,Kardimommubæjarins´´ eins og þessi bygging hefur verið kölluð manna á milli. Ég kannaði þetta sérstaklega fyrir 5 árum og fékk þessi svör hjá viðkomandi deild Reykjavíkurborgar. En auðvitað leggja aðrir þarna, en ekki að staðaldri.

Hefur engum dotttið í hug að byggja bílastæðahús neðanjarðar, á grænu svæðunum, og útbúa smekklega boltavelli á lágreistum þökum þeirra? Þar sem ekki eru bílskúrar við götuna er næsta víst að fólk væri tilbúið að greiða leigu fyrir stæði í slíku mannvirki.

Hvað varðar hættuna af skálagningu er vert að hafa í huga að löglegur hámarkshraði í götunni er 30 km/klst og hægur vandi að lækka hann í 15 km/klst til endanna ásamt hraðahindrunum af einhverju tagi. Þó svo að grasblettirnir yrðu teknir undir bílastæði - allir eða að hluta, þá erum við Reykvíkingar með því marki brenndir að leggja helst aldrei nema nánast við þröskuld áfangastaðarins - hvort sem sem þar er stæði eður ei.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information