Sláttur og tiltekt

Sláttur og tiltekt

Finnst furðulegt að borgin skuli ekki sjá um að hreinsa, slá og gera snyrtilegt við baklóðir við Dofraborgirnar, þ. e. á milli Dofraborgar og Strandvegar. Mér finnst þetta til skammar að keyra Strandveginn og sjá óræktina!

Points

Mér finnst að borgin eigi að sjá til þess að opin svæði séu snyrtileg, ekki bara ætlast til að íbúar séu það með sínar lóðir.

Sé enga ástæðu til að standa í túnrækt og heyskap í borgarlandinu, lausaganga búfjár er hvort sem er bönnuð og því engin brýn þörf á yfir 400 hektara af túnum nema borgin ætli að hefja blandaðan búskap. Vel mætti beita eitthvað af þessum svæðum í samvinnu við hestamenn og þannig bæði lífga upp á borgina og lækka kostnað við slátt og áburðargjöf. Þó Reykvíkingar séu upp til hópa gamlir bændur og afkomendur þeirra þá er þessi túnrækt komin út í tóma þvælu

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information