Ansi margir gangandi vegfarendur, einkum ferðamenn sem eru að fara í átt að Hótel Sögu, reyna að komast yfir Hringbraut vestan megin við hringtorgið við Suðurgötu í vesturbænum. Þetta skapar slysahættu. Ég legg til að sett verði upp skilti sem beini gangandi vegfarendum í átt að gangbrautinni við Björnsbakarí. Eitt skilti við kirkjugarðinn, við enda Skothúsvegar og annað við hringtorgið sjálft.
Það er ekki augljóst fyrir þá sem ekki þekkja til aðstæðna hvar ætlast er til að gangandi vegfarendur fari yfir Hringbrautina vestan hringtorgsins. Alltof margir reyna að komast yfir Hringbrautina rétt við hringtorgið og skapar það slysahættu. Hægt er að beina fólki í átt að gangbrautinni við Björnsbakarí með einföldum hætti, þ.e. með einu til tveimur skiltum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation