Færa hundasvæði frá BSÍ í Hljómskálagarð

Færa hundasvæði frá BSÍ í Hljómskálagarð

Ég vildi gjarnan sjá hundaleiksvæðið sem stendur við BSÍ fært inn í Hljómskálagarð. Eins og er stendur svæðið á mjög óhrjálegum og ljótum stað úr almannaleið. Í Hljómskálagarði er nóg pláss sem er langt frá því að vera fullnýtt. Ég er viss um að hundaeigendur myndu njóta þess mun betur að leyfa hundum sínum að leika sér frjálsir innan girðingarinnar í svo fallegu umhverfi.

Points

Mun líklegra er að hundaeigendur muni virða reglur um að sleppa hundum sínum ekki lausum í Hljómskálagarði ef afgirt hundasvæði væri til staðar þar. Eins get ég ekki séð að neinn hundaeigandi myndi kjósa sér núverandi staðsetningu ef hægt væri að velja annan stað. Maður ætti að geta notið þess að viðra hundinn sinn á hundasvæði, ekki finnast eins og maður sé að setja hann í fangelsi á milli hraðbrautar, bensínstöðvar og rútustöðvar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information