Sameining sviða, bætt nýting innviða borgarinnar

Sameining sviða, bætt nýting innviða borgarinnar

Sameining samgöngutengdra eininga borgarinnar sbr. Strætó.bs, Bílastæðasjóðs og gatnaframkvæmda undir eina stjórn. Þar sem samgöngur eru mikilvægir innviðir borgarsamfélagsins þá mættu þeir lúta einni stjórn sem mundi betur ná að samhæfa framkvæmdir, nýta betur þá innviði sem eru til staðar og hefði tök á að veita íbúum borgarinanr betri þjónustu.

Points

Það má leiða líkur að því að ef þessum þáttum samgangna innan borgarinnar væri stýrt af sama fólkinu þá hefði það betri yfirsýn yfir: - Þarfir allra hópa (bíleigenda, þeirra sem nota almenningssamgöngur, hjólandi og gangandi). - Nýtingu þeirra samgönguinnviða sem til eru. - Samþættingu á þjónustu (t.d. að tryggja að strætó fari nálægt bílastæðahúsum og að miði í bílastæðahúsi mundi virka sem strætómiði tvær ferðir) Það er margt sem mundi betur fara ef heilstæð sýn væri um borgarsamgöngur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information