Minnkum rekstur borgarinnar um 95%

Minnkum rekstur borgarinnar um 95%

Minnkum rekstur borgarinnar um 95%

Points

Undarlegt hve sum svið borgarinnar sleppa niðurskurði. Hundaeftirlit sem heyrir undir heilbrigðiseftirlit hefur tvo hundaeftirlitsmenn í fullu starfi. Við að gera hvað? Einn sameiginlegur hundaeftirlitsmaður er fyrir Kópavog - Garðabæ - Hafnarfjörð og Álftanes. Hann gæti eflaust bætt Reykjavík á sig enda skipulagið þar mun betra.

Þetta kemur sem reiðarslag. Hundaeigendur hafa hingað til ekki séð til þessara hundaeftirlitsmanna þeir hljóta að láta mjög lítið fyrir sér fara.

Skatttekjur borgarinnar jafngilda um 215.000 á hvern íbúa ár hvert. Samsvarar um 860.000 á 4ra manna fjölskyldu -og ekki hægt að segja að fólk fái peninganna virði. Betra væri að borgarbúar fengu að halda þessum peningum fyrir sjálfa sig og kaupa þá þjónustu sem þeir kæra sig um á frjálsum markaði. Um leið örvast allt atvinnulíf. Þjónustan yrði betri og ódýrari fyrir vikið. Hlutverk borgarinar á varla að vera meira en að græja borgarskipulag. Leyfum fólki að eiga tekjur sinar og eignir í friði.

Eina réttlætanlega hlutverk hins opinbera er á sviðum þar sem mjög sennilegt er að frjáls samkeppnismarkaður geti ekki með góðum hætti leyst málið. Í Reykjavík myndi það helst vera vegagerð og svo e-rt lágmarks borgarskipulag. Í einkareknum skólum yrði menntunin betri, í einkareknum menningarstofnun yrði menningin áhugaverðari, einkarekin sorphirða skilvirkari og umhverfisvænni, og einkarekið góðgerðarstarf áhrifameira. Borgin á ekki að reka þessa hluti, frekar en útgerðir eða stórmarkaði.

Æi, ég held að ef flestir grunn- og leikskólar yrðu ekkert betur settir í einkageiranum. Hinsvegar mætti kannski fjölga einkareknum skólum eitthvað til að veita hinum aðhald.

Hvers vegna 95% en ekki 100%? Því ofur-frjálshyggjumarkaðssinnar vilja alltaf hafa samfélagslega tryggingu þegar allt klúðrast hjá þeim - til dæmis þegar enginn sér sér fært að leggja pening í að laga Miklubrautina vegna þess að "aðrir nota hana meira en ég". Kannski þetta myndi ganga upp, en róttækt stökk í átt að lágmarksborg myndi svipta okkur trygggingu fyrir vegakerfi, grunn- og leikskólum, menningarstofnunum og sorphirðu, svo fátt eitt sé nefnt. Veljum frekar meiri valddreifingu.

Garð hirða Rvk var einkavædd= túnin eru í órækt í öllum úthverfum. Götusóparar voru einkavæddir= Svifryk er að drepa alla, Orkmæla aflestur og leiga í höndum Finns Ingólfs. Ég minni á Hraðbraut svíkjandi út 165 miljónir. Einkavæðingar hafa ansi oft reynst almenningi dýrt og iðulega gerðar til að hampa einhverjum vinum.

Ég sé enga ástæðu til að Borgin sjái um vegagerð, af hverju er það eitthvað holy grail sumra vina minna á hægri vængnum? Reykjavík á bara að vera hjólaleiga, fjármögnuð með himinháum bílastæðagjöldum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information