Í húsdýragarðinum eru að því er virðist stór graslendi sem mætti nýta mun betur í rými fyrir dýrin. Sem dæmi mætti breyta fiskabúrinu sem selirnir troðast í allt sitt líf, í stærra og náttúrulegra umhverfi handa þeim. Ýta mætti undir vistvænni búskap með því að sýna fordæmi í garðinum o.s.fr.
Borgin tekur alls konar skref til að bæta og betra umhverfið. Þessi hluti umhverfisins, dýrin okkar og hvernig við meðhöndlum þau, eru ekki síður mikilvæg. Ófrjáls dýr eiga það skilið að við reynum eftir besta megni að búa þeim sem eðlilegast umhverfi. Mér þykir aðstaða margra bagaleg og nefndi selina sem dæmi. Það er pláss í garðinum til að gera betur fyrir dýrin. Þar að auki er húsdýragarðurinn tilvalinn staður til að fræða um og hvetja til mannúðlegri og vistvænni landbúnaðar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation