Gangbraut á Eiríksgötu á milli Eirbergs og Augndeildar LSH

Gangbraut á Eiríksgötu á milli Eirbergs og Augndeildar LSH

Það vantar gangbraut yfir Eiríksgötu á milli Eirbergs og Augndeildar Landspítalans á Eiríksgötu 37 þar sem mikið er um gangandi vegfarendur þar. Þetta er við gatnamót innkeyrslu Landspítalans og Eiríksgötu og gatnamót Eiríksgötu og Þorfinnsgötu þar sem eðlilegt væri að hafa gangbraut.

Points

Mikið er af gangandi vegfarendum yfir Eiríksgötu vegna Landspítalans og Hjúkrunarfræðideildar Háskólans. Þar sem fátt er um bílastæði við Landspítalann er algengt að nemendur og starfsfólk leggi í Þorfinnsgötu og Leifsgötu og þarf þá að fara yfir Eiríksgötu en einnig þarf maður að fara þarna yfir ef maður kemur úr strætó á Snorrabraut. Bílaumferð er mikil og bílarnir oft tregir við að stoppa. Þegar gangbraut verður komin verður öruggara og fljótlegra að komast yfir Eiríksgötu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information