Gangbrautir á gatnamótum Rauðarárstígs og Flókagötu

Gangbrautir á gatnamótum Rauðarárstígs og Flókagötu

Points

Á þessum gatnamótum mætast fjórar akreinar og það eru bara gangbrautir yfir 2 þeirra. Það er oft vandamál fyrir gangandi vegfarendur því oft þegar maður vill komast yfir hinar tvær akreinarnar þarf að bíða mjög lengi eftir því að bílarnir hleypi manni. Auk þess skapar það hættu þar sem ökumennirnir fatta ekki alltaf að gangandi vegfarendur séu að reyna að komast yfir.

Ég lærði í mínu ökunámi (fyrir um 30 árum síðan) að það beri alltaf að stoppa fyrir gangandi vegfarendum á leið yfir götu á gatnamótum þar sem gangstétt heldur áfram hinum megin götunnar (og er því eðlileg gönguleið), til þess þarf ekki merkta sebrabraut. Það mætti alveg skerpa á þessu við suma bílstjóra.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information