Göngubrú milli Gunnarsbrautar og Eskihlíðar.

Göngubrú milli Gunnarsbrautar og Eskihlíðar.

Göngubrú milli Gunnarsbrautar og Eskihlíðar.

Points

Það mætti skoða að koma upp þessari brú milli Skógarhlíðar (í stað Eskihlíðar) og Gunnarsbrautar, en skv. hjólastígaáætluninni 2015 er ætlunin að gera hjólastíg á Bústaðavegi frá Kringlumýrarbraut og að Hringbraut (og að hluta til um Skógarhlíð) 2017. Brúin myndi tengja Norðurmýri og Hlíðar saman og vera góð samgöngubót við fyrirhugaðan hjólastíg og góð tenging inná stíga á Rauðarárstíg og Snorrabraut. Hægt væri að gera brúnna í samvinnu við Vegagerðina en Hringbraut er jú ríkisvegur.

Þegar Nýja Hringbrautin var lögð var ekki gert ráð fyrir neinni gönguleið milli Hlíða og Norðurmýrar. Áður hafði verið þjóðleið frá Eskihlíð yfir Miklubrautina að Snorrabraut. Göngubrú lík þeirri sem liggur yfir Miklubrautina milli Safamýrar og Kringlu og lægi milli Eskihlíðar og Gunnarsbrautar myndi stytta gönguleið nemenda úr MH niður í bæ um talsverða vegalengd.

Ég myndi vilja sjá þá einfaldlega breyta aðgöngu fyrir gangandi fólk eskihlíðarmegin við brúna sem liggur yfir miklubraut. Það sést nákvæmlega hvar fólk labbar þarna yfir því það myndast farvegur í gróðrinum. Það þarf að bæta við gönguljósum réttu megin við gatnamótin og opna gönguleiðina hinu megin við brúnna. Getur ekki verið dýrt en auðveldar gangandi vegfarendum mjög mikið.

Ég er sammála því Gísli, hinsvegar var galli að setja gönguleiðina á stóru gatnamótunum til að byrja með... Snorrabrautin hefur aldrei verið mikil alfaraleið gangandi vegfarenda..

Það þarf að gera þetta bæði fyrir þá brú er þú nefndir, sem og brúnna á Skeiðarvogi yfir Miklubraut. Það er hlægilegt hvernig mislæg gatnamót búa ávalt til slaufur og hringi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.

Eskihlíðin stýrir gangandi vegfarendum á leið í bæinn. Ef þeir eiga kost á göngubrú á þessum stað þá er búið að gera þeim mjög auðvelt að komast styðstu leið í bæinn á tveimur jafnfljótum. Sama gildir um nemendur í MH sem búa í Norðurmýrinni eða Skólavörðuholtinu. Þetta væri frábær kostur fyrir gangandi og hjólandi.

Leiðir fyrir gangandi og hjólandi milli Norðurmýrar og neðsta hluta Miklubrautar eru snúnar og vandséðar. Betri leið þarna á milli myndi ekki bara gagnast þeim sem ætla milli húsa á Miklubraut, heldur opnar þetta leiðir beint í gamla bæinn fyrir alla sem koma úr hverfum sunnan Miklubrautar. Þannig styttir þetta leiðina fyrir mjög marga og eykur möguleika á að akandi umferð um Miklubraut og Hringbraut minnki, meðan gangandi og hjólandi er auðveldað að komast milli hverfa.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information