Leið 14 stoppi við Engjateig

Leið 14 stoppi við Engjateig

Of langt er á milli stoppistöðva á leið 14 á Kringlumýrarbraut. Undarlegt að engin stoppistöð sé við námsmiðstöð eins og Engjateig 1.

Points

Við Engjateig eru mörg börn í námi, bæði við Tónskóla Sigursveins og Listdansskóla Íslands. Leið 14 brunar þarna framhjá og næsta stoppistöð er hálfan kílómeter í burtu. Mörg börn þurfa að burðast með fyrirferðamikil hljóðfæri og skólatöskur. Það væri mikið hagræði fyrir foreldra, börn og jafnvel gesti á Grand Hotel að staðsett væri stoppistöð við Engjateiginn.

Lengi búinn að furða mig á því að strætó gangi ekki gegnum Laugardalinn (þarf að vera vagn sem fer um hverfið) - eins og er ætti það að vera leið 14 - en þá þarf að breyta henni töluvert) Það er ekki ásættanlegt að láta börn ganga upp á Suðurlandsbraut (og fara yfir hana)

Svo væri það aldeilis frábært ef leið 14 færi Engjaveginn frá Glæsibæ, þar sem svo mörg börn iðka íþróttir í Laugardalnum en þar gengur enginn strætó núna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information