Systkinaforgang í leikskóla borgarinnar

Systkinaforgang í leikskóla borgarinnar

Systkinaforgang í leikskóla borgarinnar

Points

Er einn þeirra sem er í þeirri stöðu að vera með 2 börn á leikskólaaldri og þar sem ekki er lengur systkinaforgangur komst yngra barnið ekki inn á sama leikskóla og það eldra. Fyrir utan að þau fá ekki að njóta þess að hafa stuðning af hvort öðru í leikskólanum þýði þetta tvöfalda skipulagsdaga og að fjölskyldan getur ekki verið öll í sumarleyfi á sama tíma þar sem ekkert samræmi er á milli þess hvenær leikskólar loka á sumrin. Þessu er einfalt að breyta með systkinaforgangi.

Systkinaforgangur er nauðsynlegur svo fjölskyldur geti eytt sumarfríum saman og svo við þurfum ekki að vera með 2-3 falda starfsdaga.. nú mun ég vera með 3 börn á leikskólaaldri og ekki einusinni víst hvort þau verði öll á sama leikskóla. Mig hryllir við tilhugsuninni um að útskýra fyrir yfirmanninum mínum að ég gæti þurft að vera í fríi vegna 3 faldra starfsdaga.. því ekki hafa leikskólarnir samræmt þessa daga hjá sér - því miður.

Til viðbótar við þau rök sem eru þegar nefn vil ég nefna eftirfarandi rök sem mæla með systkinaforgangi: 1. Yngra systkini er jafnan þegar aðlagað á leikskóla eldra systkinis, það þekkir starfsfólk og skólann vel og upplifir þar öryggi. Það fylgja oft vonbrigði, öryggisleysi og erfið aðlögun fyrir yngra systkini sem þarf að fara á nýjan leikskóla. 2. Það er mikill tímasparnaður fyrir foreldra að þurfa ekki að fara á tvo staði á morgnana og eftir vinnu. Margir þurfa því að lengja vistunartímann á móti þeim aukatíma sem fer í að fara á fleiri staði. 3. Fjarvera frá vinnu er meiri þegar foreldrar eiga börn sem eru ekki á sama leikskóla, vegna starfsdaga og ýmissa daga þar sem foreldrar þurfa að koma á leikskólann (sveitaferð, jólakaffi, sumarhátíð o.s.frv.). 4. Meiri umferð í hverfunum og meiri mengun fylgja því að þurfa að keyra á fleiri staði. 5. Betra og einfaldara skipulag fylgir því að hafa börnin á sama leikskóla - einfaldara fyrir foreldra og ekki síður börnin þegar sömu reglur, sama starfsfólk, sömu hefðir o.s.frv. ráða.

Rökin gegn systkinaforgangi voru að hann bryti gegn jafnræðisreglu (sem var hugsuð til að koma í veg fyrir að einum hópi væri hyglt eða refsað). Vandamálið er að barnmargar fjölskyldur hafa alls ekki sama sveigjanleika og fjölskyldur með eitt barn. Foreldrar verða að deila tíma sínum og athygli milli fleiri barna. Ef við bætist akstur milli hverfa og leikskóla og jafnvel meiri vinna til að mæta auknum kostnaði, er lítið eftir handa börnunum. Systkini njóta því ekki jafnræðis gagnvart einbirnum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information