Hvað með Hofsvallagötuna ?

Hvað með Hofsvallagötuna ?

Legg til að Hofsvallagatan fái sömu götumynd og Borgartúnið ! Falleg lýsing, gerð að fallegri göngugötu með hámarkshraða 35 km og pláss fyrir hjólreiðamenn án þess að þeir þrengi að umferð og gangandi vegfarendum. Kaffi Vest setur sitt prýði á sumarstemingu með borðum útivið og Vesturbæjartúnið verði aðlaðandi fyrir bæði börn og hunda að leik ! Fallegt útivistarumhverfi í hjarta vesturbæ Reykjavíkur !

Points

Hjólreiðamennirnir hjóla á þessum extra breiðu gangstéttum eins og þeir hafa alltaf gert. Hjólreiðabrautirnat sem eru reyndar litlu breiðari en göturennan notar engin. Hofsvallagata er til að komast leiðar sinnar, eina gatan í vesturbænum sem nær samfellt frá miðbænum beint út að sjó og er því mikilvæg samgönguæð og falleg gata.

Þegar kynntar voru endurbætur á Hofsvallagötunni átti enginn von á þeim sóðaskap sem þar var settur upp. Litlaus ker með veggjakroti skreyta núna götuna. Ógreinilegir hjólreiðastígar þrengja að bæði umferð og gangandi vegfarendum. Gatan hefur ekki breyst til batnaðar. Breytingin sem gerð var mætti lítilli samstöðu meðal íbúa sem voru sviknir af lofum um betri borg !

Greiða þarf þó úr umferð inn á Hringbraut til vinstri.

Þurfum hjolastíginn alla leið niður á Ægissíðu og gera þá þannig að hægt sé að nota þá þannig hjólreiðamenn neyðist ekki til að hjóla á gangstéttinni

Hofsvallagatan fékk á sig stórlega misheppnaða andlitslyftingu fyrir nokkurm árum siðan, nú er komin tími á að gera eitthvað varanlegt og fallegt sem hæfir lífsmynstri okkar sem búum hér og finnst mér þessi tillaga um nýja og hlýlegri götumynd Hofsvallagötunnar algerlega frábær !

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information