Hjólastígar í Elliðárdalur

Hjólastígar í Elliðárdalur

Hugmyndin felst í því að vera með tvöfalda stíga í Elliðárdalnum; annarsvegar göngustíga og hinsvegar hjólreiðastíga (sem skipt er í tvær akgreinar með merkingum, sbr. því sem er í Fossvogsdal)

Points

Hjólastígar í Elliðárdalinn

Endurbætur hér koma mörgum til góða. Núverandi merkingar, með hvítum línum þar sem þær á annað borð eru til staðar, eru í besta falli villandi. Stígarnir eru ekki bara nýttir til lengri ferða, heldur er töluvert af börnum sem fer um þá til íþróttaiðkana á Fylkissvæðinu. Einnig er töluverð umferð nærri Árbæjarlaug og brúnni þar yfir ánna, og því mikil þörf á að lagfæra við brúarsporðinn Breiðholtsmegin, þar sem mikið af lausamöl gerir hjólreiðar oft erfiðar og jafnvel hættulegar.

Eins og staðan er í dag eru hjólreiðamenn mikið að hjóla á göngustígum í Elliðárdalnum enda hafa hjólreiðar aukist mjög mikið sl. misseri. Á göngustígunum eru fyrir mikið af göngufólki, með gangandi börn, börn í barnavögnum og hunda. Einnig er töluvert af hlaupurum sem nýta stígana, m.a. hlaupahópar þar sem margir hlauparar hlaupa í hnapp. Því er oft ansi þröngt á gangstígunum og lítið pláss fyrir hjólreiðamenn og það skapar mikla slysahættu bæði fyrir gangandi fólk, hlaupara og hjólreiðafólk.

Elliðaárdalurinn er löng i brekka þar sem hjólreiðamenn geta náð mikilli ferð. Talsvert er af frekar blindum hornum á leiðinni og mikil umferð fólks með barnavagna, krakkar, fólk með hunda o.s.frv. Ekki er algengt að gangandi vegfarendur geri sér grein fyrir að á stígum ætti að gilda hægri umferð, og fólk veit oft ekki hvernig það á að snúa sér til að hleypa hraðskreiðara fólki framúr. Mjög algengt er líka að gangandi séu með tónlist í eyrunum og verði því einskis var að hjól sé að nálgast

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information