Hundaumferð við Geldinganes

Hundaumferð við Geldinganes

Á eiðinu, milli Strandvegar og Geldinganess er lausaganga hunda hvimleið vegna sóðaskapar. Hundaskítur er í kringum aðstöðu Kayakklúbbsins og veldur félagsmönnum, sem og öðrum útivistarunnendum miklum ama. Þörf er á skilti sem ítrekar bann við lausagöngu og ruslafötum fyrir hundaskít.

Points

Eiðið milli Geldinganess og Strandvegar er notað af fjöldamörgum útivistarunnendum, göngufólki, kayakræðurum, hundaeigendum, ásamt því að fjöruferðir eru vinsælar þar. Hundaskítur sem ekki er hreinsaður upp endurspeglar tillitsleysi gagnvart þeim sem nota svæðið auk þess sem lausaganga hunda almennt er óheimil. Bætt umgengni stórbætir svæðið sem útivistarsvæði.

Með tiltölulega ódýrum og einföldum hætti má vonandi bæta umgengni á Eiðinu verulega. Þarna er dagleg umferð kayakfólks og annarra náttúruunnenda og sérdeilis hvimleitt að horfa upp á hundaskít í hverri ferð.

Minni á að samkvæmt hundasamþykkt Reykjavíkurborgar er Geldinganesið sjálft viðurkennt lausagöngusvæði. Þar er þó ekkert skilti sem tilgreinir slíkt. Slíkt væri gott að hafa sérstaklega fyrir fólk sem ekki veit af því og er hrætt við hunda en ætlar að ganga Geldinganesið. Það er eitt mjög lítið skilti fyrir ofan litla tunnu í fjörunni hjá bílastæðum kayakklúppsins sem segir að taumskylda sé í fjörunni en það er ekki mjög áberandi. Það þyrfti fleiri og stærri tunnur á svæðinu.

Gelinganesið er viðurkennt lausagöngusvæði fyrir hunda skv hundasamþykkt reykjavíkur. Ekki ætti því að reisa skilti þar sem hundar eru bannaðir frekar ætti að setja upp skilti sem upplýsir fólk um að svæðið sé lausagöngusvæði fyrir hunda og taka fram hvernig það svæði er afmarkað. Það er að segja þegar komið er út í nesið sjálft má hafa hunda lausa. 3 Ruslatunnur eru á svæðinu, stutt frá kayak klúbbnum, á bílaplani við nesið og önnur uppá miðju nesinu. Tunnan næst klúbbnum mætti vera stærri.

Sem einn af þeim sem koma reglulega til að róa frá eiðinu með sélögum mínum í Kayakklúbbnum þá styð ég þetta heilshugar. Umgengni hundaeigenda er þeim til vansa og síst til eftirbreytni. Þörf er á verulegum úrbótum í hugsun þeirra tvífættu því ekki sjá ferfætlingarnir um þá hlið mála að þrífa upp saur. Skilti með leiðbeiningum um reglur þær sem gilda um hundahald í Reykjavík og tunna fyrir hundasaur væri til verulegra úrbóta. Einnig mætti í leiðini renna með veghefli yfir slóðan og jafna hann.

Þarna við þessa frábæru aðstöðu Kayakklúbbsins er oft margmenni og ekki alltaf í birtu . Það er einkar ógeðfelt að verða fyrir því að stíga á mjúka hundaskít þarna . Hundaeigendur leggja bílum sínum mikið þarna og oft vill verða fysta verk hundsins að ganga örna sinna Alltof margir láta kúkinn bara liggja eftir. Hugsanleg lausn er að gera bílaplan norðan við Eiðið fyrir hundaeigendur og merkja .

Lausaganga hunda er leyfð í Geldinganesi, en aæ hirða ekki upp eftir sinn á ekki að líðadt!

Það hefur gefið ágæta raun að setja upp skilti á svæðinu, en á tímabili var töluvert um að fólk sturtaði bílförmum af sorpi, húsbygginaúrgangi, og jafnvel bílhræ á eiðinu. Fyrir nokkrum árum setti borgin upp "öll losun bönnuð"- skilti og hafði þar mjög góð áhrif. Samskonar skilti varðandi hundaumferð og ruslatunnur fyrir hundaskít væri því vænleg til að bæta gæði svæðisins.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information