Talþjálfun í grunnskólum borgarinnar

Talþjálfun í grunnskólum borgarinnar

Talþjálfun í grunnskólum borgarinnar

Points

Bið barna eftir þjónustu talmeinafræðinga "úti í bæ"er iðulega löng og oft líða 2 vikur á milli meðferðartíma. Þó slík inngrip geti nægt börnum með smávægilega framburðargalla, þá eru þau ekki næg fyrir þann hóp sem glímir við meiri frávik. Ég vil sjá talmeinafræðinga við grunnskóla Reykjavíkur, í nærumhverfi barnanna sem þeir þjóna og í daglegu samneyti við aðra fagaðila þar sem vinna að menntun og hagsmunum þessara barna. Slíkt hlýtur að þjóna hagsmunum barna, fjölskyldna og fagfólks.

Talmeinafræðinga til starfa í skólum barna

Færum talþjálfun inn í grunnskólana

Talmeinafræðingar væri jafnvel enn mikilvægari í leikskólum borgarinnar

Ef talmeinafræðingar væri við grunnskólana þá gætu þeir leiðbeint kennurum til að fá markvissari þjálfun í allt skólastarfið. Talmein lagast ekki á einni nóttu. Það þarf markvissa þjálfun sem myndi nýtast mun betur ef kennarar væru meira meðvitaðir. Þess vegna styð ég þessa hugmynd.

Ég er sammála mikilvægi þess að talmeinafræðingar vinni í nærumhverfi barnsins. Teymisvinna þeirra sem vinna með börnunum og samvinna við foreldra mun skila góðum árangri. Því miður verður verður líklega biðlisti í leik og grunnskólum eftir þjónustu talmeinafræðinga þangað til að nægilega margir hafa verið ráðnir. Launakjör hafa mikil áhrif á stöðuna. Reykjavíkurborg býður talmeinafræðingum 311 þús. kr. í laun á mánuði.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information