Lækinn aftur í Lækjargötu og meðfram gamla hafnarbakkanum!

Lækinn aftur í Lækjargötu og meðfram gamla hafnarbakkanum!

Lækurinn í Lækjargötu verður opnaður aftur á vestari akreinum Lækjargötu, frá Tjörninni og að Geirsgötu. Hann mun tengjast þar læk frá tjörnunum litlu við Hörpu, meðfram gamla hafnarbakkanum, austan við Tollhúsið og vestur Geirsgötu að bláu verbúðunum við höfnina. Geirsgötu verður hleypt í göng frá Kalkofnsvegi að hringtorginu við Granda. Í stað banka og annarra risahúsa verður búin til ný götumynd í anda Laugavegs, lág, litrík hús með verslunum og íbúðum. Sem sagt lifandi bæjarhluta!

Points

Fráleitt er að eyða einu efnilegasta svæði borgarinnar í risa banka, hótel og fáránlega há hús. Þetta eru allt hlutir sem geta verið hvar sem er. Búum frekar til fallega bæjarmynd án bílaumferðar, með litlum læk rennandi í gegn um bæinn. Einnig vottum við gömlu höfninni virðingu og fókuserum á það sem gerir Reykjavík skemmtilega; litagleði, mannlíf, sagan og smá kaos. Það er til nóg af borgum með risastór og ópersónuleg glerhýsi. Gerum Reykjavík að meiri Reykjavík, ekki að Dubai norðursins.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information