Hraðahindrun/hindranir í Sólheima

Hraðahindrun/hindranir í Sólheima

Points

Góðan dag. Það sárvantar hraðahindrun/hindranir í Sólheima. Þar eru fjölmörg skólabörn (leik-, grunn- og framhaldsskólanemendur) sem ganga til og frá skóla alla daga og nota þessa götu sem "þverar" hverfið. Bílar keyra mjög hratt í götunni og veitti ekki af því að frá ökumenn til að draga úr hraðanum með því að nota einhvers konar hindranir. Kærar þakkir

Sæll Páll, sammála þér um lokunina, öruggt mál að það myndi virka vel! Sektir óraunhæfar sem fæling, lögreglan hefur ekki mannafla til að fylgja þessu eftir. Það eru bara hraðahindranir við enda götunnar sitt hvoru megin og við leikskólann Ársól. Klárlega ekki nóg til að fólk fari eftir 30km reglunni. Það er mikil umferð þarna og allt of hröð, þarna eru margar innkeyrslur, aðkeyrslur 2ja leikskóla, 2 risa íbúðablokkir, bókasafnið og Langholtskirkja, og íbúar leggja við götuna og svo mætti lengi telja. Hætturnar eru margfaldar miðað við "venjulega" íbúagötu. Með fleiri hraðahindrunum, þó ekki væru nema ca. 2 til viðbótar, myndi ástandi batna til muna.

Það eru hraðahindranir og þrengingar í Sólheimum og hún er 30 km gata. Það þarf að framfylgja þeim hámarkshraða með sektum og helst loka fyrir gegnumakstur því umferðin er margfalt meiri en þeirra sem búa við þessa ágætu íbúðargötu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information